is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36005

Titill: 
  • Stafrænt ofbeldi, nálgunarbann og löggjafarvaldið : nær sá vilji löggjafans sem birtist í skilyrðum nálgunarbanns fram að ganga í dómaframkvæmd, þá einkum í málum um stafrænt ofbeldi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi ber heitið Stafrænt ofbeldi, nálgunarbann og löggjafarvaldið: Nær sá vilji löggjafans sem birtist í skilyrðum nálgunarbanns fram að ganga í dómaframkvæmd, þá einkum í málum um stafrænt ofbeldi? Konur verða frekar fyrir kynferðislegu ofbeldi en karlar. Internetið hefur skapað fullkominn ofbeldisvettvang fyrir nýja birtingarmynd slíks ofbeldis. Kominn er upp sá vandi hvernig vernda eigi einstaklinga sem verða fyrir stafrænu ofbeldi. Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir því hvernig nálgunarbann hefur reynst í framkvæmd, hver sé vilji löggjafarvaldsins og leitast við að svara því hvers vegna dómstólar hafa ekki heimilað beitingu nálgunarbanns í tilfellum stafræns ofbeldis. Aðferðafræðin sem stuðst var við gerð ritgerðarinnar er hin dogmatíska aðferð. Auk þess framkvæmdi höfundur eigindlega rannsókn til að fá innsýn í upplifun þolanda stafræns ofbeldis. Í ritgerðinni er vikið að ólíkum mannréttindasjónarmiðum bæði þess sem njóta á verndar og þess sem slík krafa beinist gegn. Fræðileg umfjöllun verður um skilyrði nálgunarbanns og yfirlit yfir framkvæmd þess frá því úrræðið kom fyrst inn í íslensk lög árið 2000 til dagsins í dag. Dómstólar hafa túlkað skilyrðin þröngt og virðist sem svo að þolandi þurfi að vera nær dauða en lífi til að fá nálgunarbanni beitt. Fjallað er um sérstök ákvæði og lög um nálgunarbann á Norðurlöndunum, þ.e. Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Einnig er almennt fjallað um stafrænt ofbeldi, viðhorf samfélagsins til þolenda og áhrif þess á þolendur. Könnuð er túlkun dómstóla á skilyrðum nálgunarbanns í tengslum við stafrænt ofbeldi. Dómstólar hafa ekki viðurkennt þau áhrif sem stafrænt ofbeldi hefur á þolanda og hafa almennt ekki heimilað nálgunarbann í slíkum tilfellum. Kynslóðirnar eiga í ólíku sambandi við tækni og tækniframfarir. Ljóst er að brúa þarf kynslóðabilið. Jafnframt þarf að fræða komandi kynslóðir netnotenda og stuðla að forvarnarverkefnum til að samfélagið verði meðvitaðra um hvað stafrænt ofbeldi er og hvar ábyrgðin liggur.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is entitled Online Violence, Restraining Orders and Legislative Power: Does the Legislative‘s Intent which is manifested in the conditions of Restraining Orders Emerge in Judicial Proceedings, particularly in Cases of Online Violence? Women are more prone to sexual violence than men. The Internet has become a perfect platform to carry out such acts of violence. The problem however is how to protect victims of online violence. The purpose of this thesis is to shed light on how restraining orders have been implemented, what is the intent of the legislature and to answer why the courts of law have not applied restraining orders on online violence. The methodology used in this dissertation is the dogmatic approach. A qualitative study was also conducted to gain insights into the experience of a victim of online violence. The thesis addresses contrasting human rights perspectives, both for those who are being protected and for whom such a claim is directed at. Following that is a theoretical discussion on the conditions of getting a restraining order and an overview of its implementation from when it was first introduced into Icelandic legislature in the year 2000 to present day. The courts have been too strict in their interpretation of the conditions. Explored are the special provisions and laws on restraining orders in the Nordic countries, i.e. Norway, Sweden and Denmark. Online violence, community attitudes towards victims, and the impact on victims is also discussed. Examined is the court's interpretation of the conditions of restraining orders on online violence. The courts have not recognised the effects online violence has on victims, and have generally not permitted restraining orders in such cases. The gap in the technological advancements between generations needs to be addressed by educating future generations and bringing awareness to society about online violence.

Samþykkt: 
  • 10.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36005


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Tinna Rán Sverrisdóttir.pdf638,36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna