is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36007

Titill: 
 • Raunveruleg yfirráð : samanburður á skilgreiningu í lögum um stjórn fiskveiða við verðbréfaviðskipta-, fjármála- og samkeppnislöggjöf
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvernig hugtakið „raunveruleg yfirráð“ hefur verið túlkað og skýrt í 13. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða í samræmi við verðbréfaviðskipta-, fjármála- og samkeppnislöggjöf. Skoðað er hvaða vandamál hafa komið upp við beitingu reglnanna sem gilda um hámark aflahlutdeildar og hvaða úrbætur koma til skoðunar.
  Ritgerðin skiptist í sex kafla. Í fyrsta kafla er almennur inngangur á efni ritgerðarinnar. Í öðrum kafla er farið yfir aðdraganda og þróun reglunnar um hámark aflahlutdeildar, tilefni lagasetningarinnar og markmið hennar. Þróun og inntak reglunnar er skoðað í þriðja kafla. Í fjórða kafla er síðan farið yfir stjórnsýsluna og er þar fjallað um valdheimildir Fiskistofu þegar farið er gegn reglum sem gilda um hámark aflahlutdeildar. Í fimmta kafla er svo farið yfir hugtökin tengdir aðilar og raunveruleg yfirráð, með sérstakri áherslu á raunveruleg yfirráð og mögulegar úrbætur sem koma til skoðunar á hugtakaskilgreiningunni. Síðast en ekki síst er í sjötta kafla farið yfir hvernig hugtakið raunveruleg yfirráð eða yfirráð hefur verið túlkað og skýrt í verðbréfaviðskipta-, fjármála- og samkeppnislöggjöf, það er gert í ljósi þess að ný frumvarpsdrög hafa litið dagsins ljós til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða og var litið til framangreindra réttarsviða við undirbúning þess.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær, að í verðbréfaviðskipta-, fjármála- og samkeppnislöggjöf hefur verið dregið fram í lagatextann töluvert skýrara orðalag og leiðbeiningar um það hvers ber að líta til við mat á því hvort raunveruleg yfirráð séu til staðar og við hvaða aðstæður megi áætla að um yfirráð eða samstarf sé að ræða. Ljóst er að mikil vandkvæði hafa komið upp við lagaskilgreiningu á því, hvaða aðstæður hægt er að fella undir 13. gr. laga um stjórn fiskveiða. Því er mikilvægt að bætt verði úr skýrleika ákvæðisins sem fjallar um hámark aflahlutdeildar svo hægt sé að gæta að þeim markmiðum sem ákvæðinu var ætlað að ná.

 • Útdráttur er á ensku

  The main purpose of this thesis is to examine how the term control has been interpreted in Article 13 of the Fisheries Management Act No. 116/2006. The thesis will explore problems in application of the rules about the maximum catch share and what improvements could be considered.
  The thesis is divided into six parts. The first chapter is a general introduction to the subject of the thesis. The second chapter covers the development of Article 13 and the reason for the legislation and its objectives. The third chapter deals with the development and content of the maximum catch share rule. The fourth chapter examines the authority that Fiskistofa has when fishing ships violate the rules regarding the maximum catch share. Part five then covers the concepts of related parties and actual control, with special emphasis on actual control and possible improvements that come into play when defining these terms. Finally, the sixth chapter covers how the terms actual control or control have been interpreted and explained in competition, stock and financial law, this is done due to the introduction of a new bill representing changes to Article 13 of the Fisheries Management Act, wherein the aforementioned fields of law were considered.
  The main conclusion of the thesis is that the legal text of competition, stock and financial law has provided a much clearer guidance as to what to consider when assessing whether actual control exists and under what circumstances. It is apparent that many difficulties have arisen in the task of interpreting Article 13 and what circumstances can be included under Article 13 of the Fisheries Management Act. It is therefore important to improve and further clarify the definition of the terms related parties and actual control in order to meet the objectives that the provision was intended to attain.

Samþykkt: 
 • 10.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36007


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA LOKASKJAL - Aðalheiður Maggý.pdf688.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna