is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36011

Titill: 
  • Málskotsheimild Samkeppniseftirlitsins til dómstóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um málskotsheimild Samkeppniseftirlitsins til dómstóla. Markmiðið er að varpa ljósi á hvaða sjónarmið löggjafans hvíla að baki þeirri undantekningu frá meginreglu stjórnsýsluréttar í 41. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 um að Samkeppniseftirlitið geti höfað mál fyrir dómstólum til ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Almennar reglur stjórnsýsluréttarins gera ekki ráð fyrir að lægra sett stjórnvald geti hlutast til um að fá úrskurði æðra setts stjórnvalds hnekkt fyrir dómstólum. Í ritgerðinni verður skoðað verður hvaða almannahagsmunir liggja að baki málskotsheimildinni í tilviki Samkeppniseftirlitsins og gerður verður tæmandi listi á sambærilegum heimildum innan lagasafnsins. Skoðað verður hvaða rök liggja að baki undantekningunni í öðrum lögum og hvort þau rök kunni að vera sambærileg. Þá verður skoðað hvort framkvæmd erlendis sé sambærileg íslenskri framkvæmd og vísað til þjóðaréttarlegra skuldbindinga í því samhengi. Farið verður yfir mál þar sem Samkeppniseftirlitið hefur beitt málskotsheimild sinni og gerð grein fyrir þeim álitaefnum sem komið hafa upp. Í ritgerð þessari verður einnig fjallað um þær hugsanlegu breytingar á högun málskotsheimildar Samkeppniseftirlitsins. Niðurstaðan er að í ákveðnum tilvikum geta undirliggjandi hagsmunir talist svo mikilsverðir og viðkvæmir að réttlætanlegt sé að tryggja þeim ítarlegra réttaröryggi en leiðir af almennum reglum stjórnsýsluréttarins með því að veita lægra settu stjórnvaldi málskotsheimild til dómstóla.

  • Útdráttur er á ensku

    The following thesis covers the right for Icelandic Competition Authority to appeal against decisions of the Competition Appeals Tribunal to court. The general rules of the administrative law do not presume that subordinate authorities can request a overruling of the rulings of superior authorities. What public interests lie behind the Competetive Authority appeal authoritization will be examined and an exhaustive inventory will be made of analogously authorization within the statute book. The argument that lies behind the exeption in other laws will be examined and observed if they are commensurable. Then enforcement overseas will be taken a look at, if its commensurable with the Icelandic one and cited to of International law obligation in relation. Cases will be observed where the Competitive Authority has wielded its right to appeal and the issues of law will be addressed. In this theses changes will also be discussed in the procedure of the right to apppeal by the Competitive Autority. Lastly, the most crucial aspects of the theses will be discussed and the main findings of the author reported. The main conclusion is that, in certain cases, the underlying intrests can be considered so crucial and sensitive that it is justified to guarantee them greater legal certainty than derives from the general rules of administrative law by granting lower statutory administrative powers to courts.

Samþykkt: 
  • 10.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36011


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ninna4.pdf507.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna