Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36012
Í þessari ritgerð er rannsakaður fyrirvari, sem íslenska ríkið gerði við 1. mgr. 20. gr. Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi en þar er kveðið á um að ríki leggi með lögum bann við öllum stríðsáróðri. Íslenska ríkið hefur haldið því fram í reglulegum skýrslum til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með því að ríki standi við skuldbindingar samningsins, að ákvæðið stangist á við tjáningarfrelsisákvæði 73. gr. stjórnarskrár Íslands. Í byrjun ritgerðarinnar er krufið hvað felst í hugtakinu stríðsáróður. Gerð er grein fyrir skuldbindingargildi þjóðréttarsamninga og fyrirvörum við þá. Sérstakur kafli er um skýrslurnar sem Ísland hefur sent nefndinni og svör nefndarinnar við þeim. Almennar athugasemdir sem nefndin beinir til allra ríkja sem aðild eiga að samningnum eru skoðaðar m.a. með tilliti til þess hvaða lagalega stöðu þær hafa. Að lokum er ákvæði 73. gr. stjórnarskrár Íslands skoðað auk ákvæðisins um tjáningarfrelsi í 19. gr. samningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Leitast er við að svara því hvort ástæða sé til þess að telja að bannið við stríðsáróðri stangist á við stjórnarskrárverndað tjáningarfrelsi manna.
Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að bannið við stríðsáróðri takmarkar ekki tjáningarfrelsi manna með öðrum hætti en að vernda aðra hagsmuni sem eru takmörkuninni æðri. Tilgangurinn með banninu er sá að koma í veg fyrir að áróður geti dregið menn til aðgerða eins og var raunin í seinni heimsstyrjöldinni. Ríki komu sér saman um að koma í veg fyrir styrjaldir með þjóðréttarsamningum og vernda réttinn til lífs sem m.a. er tryggður í 6. gr. samningsins um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi. Þessi tengsl milli réttar til lífs og banns við stríðsáróðri hefur mannréttindanefndin staðfest. Því er bannið við stríðsáróðri nánari útfærsla á þessu grundvallaratriði sem öllum ríkjum samningsins ber að tryggja.
This thesis examines a reservation made by Iceland to the first paragraph of article 20 to the Covenant of Civil and Political Rights, suggesting that governments prohibit by law all propaganda for war. Iceland has argued in regular reports to the UN Human Rights Committee, which oversees commitment to the Convention, that the provision conflicts with the freedom of expression in Article 73 of the Constitution of Iceland. The thesis initally analyses the concept of propaganda for war. The obligations of international agreements and their reservations are explained. There is a dedicated chapter on the reports sent by Iceland to the Committee and their responses. General concerns addressed by the Committee to all States Parties to the Convention are examined and their legal status. Finally, the provisions of Article 73 of the Constitution of Iceland are examined and the provision of freedom of expression in Article 19 of the Civil and Political Rights Agreement. It is discussed whether there is reason to believe that the prohibition of propaganda for war conflicts with the constitutionally protected freedom of expression.
The thesis concludes that prohibition on propaganda for war does not limit freedom of expression, as it is intended to protect other more important interests. The purpose of the prohibition is to prevent propaganda from resulting in actions as experienced in World War II. The States Parties agreed to prevent wars by international treaties and to protect the right to life, e.g. ensured in Article 6 of the Covenant on Civil and Political Rights. This interconnection between the right to life and the ban on propaganda for war has been confirmed by the Human Rights Committee. Therefore, the prohibition of propaganda for war is a further elaboration of this principle, which must be ensured by all States Parties to the Convention.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaeintak - BA .pdf | 712.74 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |