is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36018

Titill: 
  • Nýja stjórnarskráin út frá sjónarhóli lýðræðislegrar stjórnarskrárhyggju : fræðileg umfjöllun og gagnrýni fræðimanna
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginefni þessarar ritgerðar er stjórnarskrárhyggja, einkum sá hluti hennar sem snýr að stjórnarskrárbreytingum og hugmyndinni um að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Fjallað er um uppruna stjórnarskrárhyggjunnar og kannað hvernig kenningin hefur verið útfærð á Íslandi og í vestrænum ríkjum samtímans. Kannað verður hvernig gerð stjórnarskrár Íslands fellur að hugmyndinni um að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn og verður jafnframt stuttlega vikið að þeim breytingum sem hafa verið gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. nr. 33/1944. Þungamiðja ritgerðarinnar er kenning um lýðræðislega stjórnarskrárhyggju sem grundvallast á aldagamallri grunnhugmynd stjórnarskrárhyggjunar um þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Kenningin útfærir hugmyndina nánar og felur í sér að þjóðin, í hlutverki stjórnarskrárgjafans, eigi að fá svigrúm á tilteknum stjórnarskrárstundum (e. constitutional moments) til að breyta stjórnarskránni með eins þátttökumiðuðum hætti og unnt er. Þegar farið hefur verið yfir íslenska stjórnarskrárgerðarferlið sem fram fór á árunum 2010-2012 og það mátað saman við kenningu um lýðræðislega stjórnarskrárhyggju, verður sjónum beint að gagnrýni ákveðinna fræðimanna gagnvart ferlinu sem átti sér stað á opinberum vettvangi á þessum tíma. Ritgerðarspurningin sem leitast verður eftir að svara er hvort hægt sé að sjá á opinberri gagnrýni ákveðinna íslenskra fræðimanna á árunum 2010-2013, sem voru áberandi í umræðunni í kringum endurskoðunarferli stjórnarskrárinnar, að kenningin um lýðræðislega stjórnarskrárhyggju hafi verið höfð til hliðsjónar. Til viðbótar verður leitast við að svara spurningu um hvort skortur sé hérlendis á fræðilegri umfjöllun og fræðsluefni á sviði lýðræðislegrar stjórnarskrárhyggju. Niðurstaðan var sú að framangreind kenning var ekki höfð sérstaklega til hliðsjónar í umfjöllun fræðimanna. Raunar benda ummælin til þess að fræðimönnunum hafi yfirsést hið stóra samhengi sem felst í mikilvægi réttar fólksins, samkvæmt kenningu um lýðræðislega stjórnarskrárhyggju, til þess að setja sér nýja stjórnarskrá á stjórnarskrárstundum, líkt og þeirri sem myndaðist á Íslandi eftir hrun. Íslensk fræðiskrif um stjórnarskrárhyggju fjalla ekki sérstaklega um lýðræðislega stjórnarskrárhyggju og því má segja að það skorti kennslu og umfjöllun um kenninguna í laganámi.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis examines constitutionalism and focuses particularly on the concept of the constituent power of the people. The history of constitutionalism will be traced and contemporary constitutionalism in Iceland and other western countries will be explored. The making of Iceland's constitutions will be viewed in the light of the idea of constituent power and furthermore, amendments to the Icelandic Constitution of 1944 will be shortly addressed. The core of the thesis revolves around the theory of democratic constitutionalism which is based on the concept of constituent power of the people and has therefore fundamental ties to constitutionalism. Democratic constitutionalism rests on the idea that ordinary citizens should be allowed, at certain constitutional moments, to participate in constitutional changes in the most participatory methods possible. When the process of constitutional rewriting in Iceland in 2010-2012 has been examined and considered in light of the theory of democratic constitutionalism, the focus will shift on to the discourse of specific scholars who criticised the process of the constitutional drafting publicly at the time. The research question is whether it is possible to observe whether the public critique, regarding the constitutional revision, of certain prominent scholars which was put forward in the years 2010-2013 bears the mark of awareness of democratic constitutionalism. Additionally the thesis aims to answer whether there is a shortage of academic discussion and educational legal literature in Iceland on democratic constitutionalism. The main finding of the study is that the theory of democratic constitutionalism was not specifically taken into account in the critique of the scholars. In fact, their comments point to the academics having overlooked the larger context in regards to the importance of the people‘s right, according to the theory of democratic constitutionalism, to change the constitution at constitutional moments like the one that happened in Iceland after the economic collapse of 2008. Icelandic academic legal literature on democratic constitutionalism is very limited and therefore it can be concluded that there is a lack in teaching and discourse on this fundamental theory in Icelandic law schools.

Samþykkt: 
  • 10.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36018


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð um lýðræðislega stjórnarskrárhyggju.pdf1,67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna