is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36026

Titill: 
  • Þróun alþjóðlegs virðisaukaskatts í þjónustuviðskiptum á Íslandi : með sérstakri áherslu á umhverfi ferðaskrifstofa
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skattlagning alþjóðlegra þjónustuviðskipta er jafnan flókin. Með tilkomu internetsins má afhenda þjónustu rafrænt, þannig að staðsetning þjónustukaupa og þjónustusala gildir einu. Þjónustan flýgur bókstaflega um háloftin, þvert yfir landamæri mismunandi ríkja, og því getur verið erfitt að áætla skattlagningarstað viðskiptanna. Það er og viðfangsefni ritgerðar þessarar að fjalla um þær reglur sem gilda um þjónustusölu til erlendra aðila og þjónustukaup erlendis frá samkvæmt lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988. Sérstök áhersla verður lögð á umhverfi ferðaskrifstofa, en vegna sérstöðu viðskipta sem ferðaskrifstofur framkvæma getur verið erfitt að áætla hvar þjónustuveiting þeirra er skattskyld.
    Í upphafi ritgerðar verður fjallað almennt um skatta og virðisaukaskatt á Íslandi, en að þeirri umfjöllun lokinni verður greint frá þeim reglum sem gilda um alþjóðlegan virðisaukaskatt. Sú athugun mun aðallega lúta að alþjóðlegum leiðbeiningarreglum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og svo um tilskipanir Evrópusambandsins á sviði virðisaukaskatts. Verður m.a. fjallað um það að hvaða leyti leiðbeiningarreglurnar og tilskipun Evrópusambandsins hefur áhrif á íslenskan rétt, áður en fjallað verður um núllskattsreglur á Íslandi, sögu og þróun þeirra. Að svo búnu mun vera fjallað um ferðaskrifstofur og umhverfi þeirra þegar kemur að virðisaukaskatti, bæði í Evrópu og á Íslandi. Fjallað verður um sérstakt regluverk sem Evrópusambandið hefur sett vegna ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda, og hvaða áhrif það hefur hér á Íslandi. Loks verður fjallað um skattskyldu og skráningarskyldu ferðaskrifstofa á Íslandi og hvenær þær eiga rétt á endurgreiðslu á greiddum virðisaukaskatti hér á Íslandi.
    Skoðun höfundar leiddi í ljós að með eftirleitni löggjafans og yfirvalda á Íslandi á undanförnum árum hafa Íslendingar tekist að svara alþjóðlegri þróun virðisaukaskatts í þjónustuviðskiptum. Lokahnykkurinn var rekinn með lögum nr. 59/2018, sem tóku gildi 1. janúar 2019, en eftir gildistöku laganna eru núgildandi reglur hér á landi að meginstefnu í samræmi við alþjóðleg sjónarmið sem finna má í leiðbeiningarreglum OECD og í virðisaukaskattstilskipun Evrópusambandsins nr. 2006/112/EC. Þjónusta sem seld er yfir landamæri, hvort sem er til eða frá Íslandi, er nú skattlögð samkvæmt fjarlægðarreglunni. Fjarlægðarreglan felur í sér að skattlagning í milliríkjaviðskiptum skuli eiga sér stað í lögsögu þess ríkis þar sem endanleg neysla og nýting þjónustunnar á sér stað. Þjónustan telst þá vera nýtt og þar með skattlögð í því ríki þar sem kaupandi hefur búsetu eða starfsstöð. Skoðun höfundar leiddi einnig í ljós að ferðaskrifstofur eru skattskyldar og þar með skráningarskyldar á Íslandi þegar þær skipuleggja eða selja ferðir til ferðamanna eða greiða leiðsögumönnum, umboðsmönnum eða öðrum starfsmönnum sem staðsettir eru á Íslandi laun eða þóknanir og/eða hafa farartæki eða annan búnað sem nýttur er í slíkri starfsemi hér á landi. Skattskylda og skráningarskylda ferðaskrifstofa er þó alltaf bundin við einhver umsvif og aðstöðu hennar hér á landi. Þannig leiðir rekstur í óverulegum mæli ekki til skattskyldu og skráningarskyldu. Erlendar ferðaskrifstofur eiga rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts sem greiddur er hér á landi vegna kaupa á vöru eða þjónustu á Íslandi sem ekki er endanlega nýtt hér á landi.

  • Útdráttur er á ensku

    Taxation of international trade in services is usually complex. With the advent of the Internet, services could be delivered electronically, so from now on the location of the supplier and the buyer is irrelevant. The service literally flies through the skies, across borders of different states, and so it can be difficult to estimate the location where the service should be taxed. The subject of this thesis is to discuss the rules that apply to the sale of services to foreign parties and the purchase of services from abroad, pursuant to VAT act of Iceland no. 50/1988. Emphasis will be placed on the VAT environment of travel agencies and tour operators, but it can be difficult to estimate where their service provision is taxable due to the uniqueness of transactions carried out by travel agencies.
    Initially, the thesis will deal with taxes and VAT in Iceland, after which consideration will be given of the rules applicable to international VAT. That examination will focus on the OECD International Guidelines on VAT/GST and the Council Directive of the European Union nr. 2006/12/EC. There, the extent to which the guidelines and the EU directive affects Icelandic law will be discussed, followed by detailed coverage of the relevant provisions in domestic VAT legislation, including coverage of its history and development. Finally, the thesis will cover travel agencies and their environment when it comes to VAT, both in Europe and in Iceland. The VAT Special Scheme for travel agents by the European Commission (“Special Scheme“) and its impact on Icelandic law will be discussed. At last, the scenario where travel agencies become obliged to return tax and register in Iceland will be discussed and when travel agencies are entitled to a refund of VAT paid in Iceland.
    The author‘s examination revealed that with the efforts of the legislature and the authorities in Iceland in recent years, Icelanders have managed to respond to international development and be in line with international VAT rules. With Act no. 59/2018, which came into force on 1 January 2019, the rules were changed in Iceland and today they are, in principle, in accordance with the OECD International Guidelines on VAT/GST and the Council Directive of the European Union no. 2006/12/EC. Cross-border services, whether to or from Iceland, are now taxed according to “the destination principle.” The principle implies that taxation in international trade should occur in the jurisdiction of the state where the final consumption and use of the services takes place. The service is then considered consumed and thus taxed in the state where the buyer has a place of residence or establishment. The author‘s examination also revealed that travel agencies are taxable and thus subject to registration in Iceland when they plan or sell trips to travellers, or pay guides, agents or other employees located in Iceland salaries or royalties, and/or have vehicles or other equipment used in such operations in Iceland. However, the tax obligation and the obligation to register, is always limited to any activity or facilities in Iceland. Thus, operation to an insignificant extent does not result in tax or registration obligations. At last, the examination revealed that foreign travel agencies are entitled to a refund of VAT paid in Iceland for the purchases of goods or services in Iceland that are not definitively used and consumed in Iceland.

Samþykkt: 
  • 10.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36026


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun alþjóðlegs virðisaukaskatts í þjónustuviðskiptum á Íslandi - HBE - Loka.pdf580,95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna