is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36027

Titill: 
  • Between state aid and abuse of a dominant market position : power sale contracts between energy-intensive users and state-owned Landsvirkjun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á milli ríkisaðstoðar og misnotkunar á markaðsráðandi stöðu – Raforkusamningar milli félaga í stóriðju og Landsvirkjunar, félagi í ríkiseigu.
    Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er ríkisaðstoð og samkeppnisréttarlög. Markmið ritgerðarinnar er að svara spurningunni: Er verðlagning Landsvirkjunar á orku til stóriðjunnar á Íslandi innan marka þess sem heimilt er samkvæmt samkeppnisréttarreglum og reglna um ríkisaðstoð, og hvað gæti haft þau áhrif að raforkusamningarnir falli fyrir utan þann ramma? Markmið ritgerðar þessarar er nánar tiltekið að athuga hvenær og hvort raforkusamningar Landsvirkjunar við félög í stóriðju séu lögmætir samkvæmt reglum EES á sviði ríkisaðstoðar og samkeppnisréttar. Landsvirkjun, sem félag í ríkiseigu og í óneitanlegri markaðsráðandi stöðu á íslenskum raforkumarkaði, fellur undir gildissvið beggja réttarsviða. Til þess að geta svarað þessum spurningum þarf að gera grein fyrir beitingu reglna um ríkisaðstoð, og reglna samkeppnisréttar sem eiga við. Annar kafli fjallar um viðeigandi reglur samkeppnisréttar og skilyrði beitingar þeirra, og þriðji kafli um hið almenna bann við ríkisaðstoð, skilyrði sem uppfylla þarf og eftirlitskerfi EFTA ríkjanna. Þá skýrir fjórði kafli frá því hvernig Landsvirkjun og viðskipti hennar við stóriðjufyrirtæki fellur undir undanfarandi reglur, og hvar hinn gullna milliveg Landsvirkjunar sé að finna. Fimmti kafli rýnir í ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA til að sjá algengustu lagalegu álitaefnin sem kunna að rísa upp varðandi umrædda raforkusamninga. Niðurstöður ritgerðarinnar er sú að verðlagning og skilmálar raforkusamninga Landsvirkjunar hingað til sé innan þess ramma sem samkeppnisréttarreglur og reglur um ríkisaðstoð skapa. Ákvarðanir Eftirlitsstofnunar EFTA benda til þess að mat á verðlagningu og skilmálum raforkusamninganna sé ráðandi þegar metið er hvort um ólögmæta ríkisaðstoð sé að ræða. Verðlagning og skilmálar raforkusamninganna hafa hingað til verið metin með tilliti til íslensks markaðar, en röksemdir eru fyrir því að Landsvirkjun sé í samkeppni á alþjóðlegum markaði fyrir orku vegna stóriðju. Breytingar á landfræðilegri markaðsskilgreiningu, og greinanlega breytingar á verði eða skilmálum, gætu haft í för með sér breytingar á mati hvort um ríkisaðstoð er að ræða, og sömuleiðis misnotkun á markaðsráðandi stöðu.

  • Útdráttur er á ensku

    Between State Aid and Abuse of a Dominant Market Position - Power sale contracts between energy-intensive users and state-owned Landsvirkjun
    This thesis discusses the scope and application of EEA and EU rules on State aid and competition law. The purpose of this thesis is to answer the following: Are the pricing practices of Landsvirkjun in its contracts to energy-intensive industries within the limits set forth by State aid rules and competition law, and what changes could affect that assessment? More specifically the purpose is to observe when the power sale contracts between Landsvirkjun and the energy-intensive industries are compatible with the State aid and competition rules of the EEA. Landsvirkjun, a state-owned undertaking, holding an undeniable market dominance on the Icelandic energy market, falls under the scope of both competition law and state aid rules. To answer the question posed, this thesis discusses the scope and application of EEA and EU rules on State aid and relevant rules of competition law, and the application of those rules to Landsvirkjun and its operations. The second chapter of the thesis discusses the relevant rules of EU and EEA competition law. The third chapter discusses the general prohibition of State aid, as well as the requirements for their application and the ESA’s surveillance role. The aim of the fourth chapter is to apply the aforementioned rules to the operations and situation of Landsvirkjun, to gain an insight into where Landsvirkjun would find a balance in pricing and terms. The fifth chapter contains an overview of the ESA‘s decisions to gain insight into the legal issues the contracts pose. The conclusion of the thesis is that the price and terms of power sale contracts between Landsvirkjun and power-heavy industries have so far been in line with EEA State aid and competition rules. The pricing and terms of the power sale contracts have until now been measured against the national market, but arguments can be made that Landsvirkjun is in fact in competition with energy producers on a global market. Changes of the assessment of the geographical market, as well as drastic changes in price, could draw other conclusions to both State aid considerations as well as considerations of abuse of market dominance.

Samþykkt: 
  • 10.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36027


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Between State Aid and Abuse of a Dominant Market Position - Karl Kristjánsson.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna