is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36031

Titill: 
 • Undanþága fjármálafyrirtækja frá virðisaukaskatti : túlkun skattyfirvalda á ákvæði 10. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, með áherslu á greiðslumiðlun.
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Allt frá setningu laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt hefur ákveðin starfsemi verið undanþegin virðisaukaskatti. Hefur ákvæði 10. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sem kveður á um undanþágu fjármálafyrirtækja frá virðisaukaskatti, ekki verið breytt frá því að lögin tóku gildi. Er meginmarkmið þessarar ritgerðar að varpa ljósi á það hvernig túlkun skattyfirvalda á undanþáguákvæði 10. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt hefur þróast í gegnum árin og er sérstök áhersla lögð á túlkun skattyfirvalda á ákvæðinu er varðar greiðslumiðlun. Enn fremur er stefnt að því að fjalla um þau vandamál sem núverandi lagaákvæði 10. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt hefur í för með sér.
  Í ritgerðinni verður fjallað almennt um virðisaukaskatt, undanþágur frá virðisaukaskatti og alþjóðlegar skuldbindingar hvað hann varðar. Þá verður gerð grein fyrir inntaki undanþáguákvæðis 10. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og þeim vandamálum er tengjast virðisaukaskattsmeðferð fyrirtækja sem veita greiðsluþjónustu í skilningi laga nr. 120/2011. Jafnframt verður túlkun skattyfirvalda á ákvæðinu í gegnum árin skoðuð og hún borin saman við framkvæmd Evrópudómstólsins. Að lokum verður litið til sambærilegra undanþáguákvæða í dönskum og norskum rétti.
  Helstu niðurstöður höfundar eru þær að ákveðið misræmi hefur verið í túlkun skattyfirvalda á undanþáguákvæði 10. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt í gegnum árin. Stafar þetta misræmi meðal annars út frá tilkomu nýrrar tækni á fjármálamarkaði sem virðisaukaskattslögin ná ekki yfir. Þykir þessi staða óheppileg og telur höfundur að nauðsynlegt sé að breyta umræddu ákvæði svo að íslensk fjármálafyrirtæki standi ekki höllum fæti í samkeppni við veitendur greiðsluþjónustu sem heimilisfastir eru í nágrannaríkjum.

 • Útdráttur er á ensku

  From the enactment of Act no. 50/1988 on value added tax, certain activities have been exempt from value added tax. The provisions of Point 10 of paragraph 3 of Art. 2 of Act no. 50/1988 on VAT, which provides for the exemption of financial institutions from VAT, has not been amended since the law came into force. The main objective of this thesis is to highlight how the tax authorities' interpretation of the exemption clause in Point 10 of paragraph 3 of Art. 2 of Act no. 50/1988 on VAT, has evolved over the years, with a special emphasis on payment intermediation. Furthermore, the objective is to address the problems of the current legal provision in Point 10 of paragraph 3 of Art. 2 of Act no. 50/1988 on VAT.
  In this thesis the author will discuss VAT in general, exemptions from VAT and international obligations in that respect. The scope of the exemption clause in Point 10 of paragraph 3 of Art. 2 of Act no. 50/1988 on VAT will be explained and the problems related to the VAT treatment of companies providing payment services within the meaning of Act no. 120/2011 will be examined as well. Furthermore, the interpretation of the provision over the years will be examined and compared with the interpretation of the European Court of Justice. Finally, similar exemption provisions in Danish and Norwegian law will be reviewed.
  The main findings are that there has been a certain discrepancy in the interpretation of the exemption clause in Point 10 of paragraph 3 of Art. 2 of Act no. 50/1988 on VAT over the years. This is due, in part, to the introduction of new technology in the financial market that the VAT Act does not cover. This position is unfortunate and the author considers it necessary to amend the provisions in question so that Icelandic financial institutions do not suffer in competition with other payment service providers that are resident in neighboring countries.

Samþykkt: 
 • 10.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36031


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerð loka.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
evarosbeidni.pdf357.36 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna