is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36032

Titill: 
 • Getur land sem er búið að lögfesta barnasáttmálann samþykkt að foreldrar í krafti forsjárvalds brjóti gegn friðhelgi barna á netinu?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Megintilgangur þessarar ritgerðar er að leita svara við þeirri spurningu hvort að land sem lögfest hefur sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins geti samþykkt að foreldrar í krafti forsjárvalds brjóti gegn friðhelgi barna á netinu.
  Á undanförnum árum hefur meðvitund almennings um réttindi barna til persónuverndar og friðhelgi einkalífs aukist. Þau réttindi eru þó mun umdeildari en til dæmis réttur barna til verndar gegn ofbeldi og illri meðferð. Engu að síður er netið sá vettvangur þar sem börn eru afhjúpuð, án umhugsunar, með orðum eða myndefni, og þá jafnvel af þeim sem eiga að bera hag þeirra fyrir brjósti. Í ljósi þess að löggjöfin er yfirleitt langt á eftir þeim tæknilega raunveruleika sem við búum við má velta fyrir sér hvort dómaframkvæmd í framtíðinni muni skýra hvort og þá hvaða þýðingu ákvæði laga um bann við vanvirðandi háttsemi gagnvart börnum hefur varðandi samfélagsmiðla.
  Með lögfestingu barnasáttmálans varð íslenska ríkið skuldbundið til að virða og tryggja öllum börnum þau réttindi sem sáttmálinn mælir fyrir um. Þegar talað er um réttindi barna er átt við allt það sem börn þurfa á að halda til að geta lifað, þroskast og liðið vel. Þar er m.a. kveðið á um rétt barna til að tjá sig um öll þau mál sem þau varða, rétt þeirra til samráðs sem er nátengdur rétti þeirra til friðhelgi einkalífs.

 • Útdráttur er á ensku

  Can a member state that has enacted the Convention on the Rights of the Child agree that parents, by virtue of custody, violate the privacy of children on social media?
  The aim of this thesis was to disclose the issues related to the question of whether a member state that has enacted the United Nations Convention on the Rights of the Child, the UN CRC, can accept that parents, by virtue of custody, violate the online privacy of children on social media.
  In recent years there has been a growing public awareness on the right of children to privacy. This right is however more controversial than for instance the right of children to protection against violence and ill treatment. The internet is a venue where children are exposed, without consideration, even by those who should care for and protect them. Considering the fact, that the legislation is struggling to keep up with the technical reality, there is a possibility that future caselaw will clarify whether and to what extent the provisions providing for a ban against the degrading treatment of children will affect the reality of social media.
  With the enactment of the UN CRC the Icelandic state became obligated to respect the rights of the Convention and to ensure the enjoyment of those by all children. The rights of children cover everything a child needs for its life, maturity, and welfare. The UN CRC states that children have a right to participate in any matter related to then, and the right of children to participation and consultation, is closely connected to their right to privacy.

Samþykkt: 
 • 10.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36032


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_LOKADOC_Horra-Skil.pdf851.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna