is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36034

Titill: 
 • Mat á stoðvefshlutfalli í brjóstaæxlum í tengslum við brjóstakrabbameinsháða lifun
 • Titill er á ensku Estimation of tumour-stroma ratio in Icelandic breast cancers with regards to breast cancer specific survival
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur. Hlutfall stoðvefs í brjóstakrabbameinum hefur verið tengt við verri lifun, enda gegnir stoðvefur hlutverki í æxlismyndun. Sýnt hefur verið fram á verri lifun sjúklinga með hátt stoðvefshlutfall (TSR) í öðrum rannsóknum, sérstaklega í þríneikvæðum og há-gráðu brjóstaæxlum. Hér skal athugað hvort sama fylgni sjáist í þessum rannsóknarhópi, og bera sérstaklega saman sporadísk tilfelli og BRCA2 arfbera.
  Efni og aðferðir. Upprunalega samanstóð hópurinn af 1038 brjóstaæxlum frá íslenskum brjóstakrabbameinssjúklingum greindum á árunum 1935 til 2013. Sýnin voru metin sjónrænt af tveimur aðilum, og skipt upp í lágt stoðvefshlutfall ef stoðvefur reyndist ≤50%, og hátt stoðvefshlutfall ef hann reyndist >50% stoðvefur. Meinafræðiupplýsingar um rannsóknarhópinn voru fengnar frá Krabbameinsskrá og Meinafræðideild Landspítala, m.a. lifun, gráðun, stigun, undirgerð, fyrsta eða annað æxli, S-fasa hlutfall, eitlaíferð og meinvörp. Upplýsingar um ER, PR, HER2, Ki67 og Aurora-A, og BRCA1 og BRCA2 kímlínu stökkbreytingar. Hópnum var skipt eftir BRCA2 arfberum og sporadískum tilfellum. Tölfræðigreining á TSR og mismunandi meinafræðiþáttum var gerð með kí-kvaðrat prófi. Kaplan-Meier lifunarkúrfur voru gerðar ásamt log-rank prófi fyrir ýmsa eiginleika krabbameinanna m.t.t. stoðvefshlutfalls. Brjóstakrabbameinsháð lifun var athuguð yfir 10 ára tímabil. 

  Niðurstöður. Marktækur munur á lifun milli sjúklinga með hátt og lágt stoðvefshlutfall fékkst fyrir ýmsa undirhópa, bæði meðal BRCA2 arfbera og sporadískra tilfella. Enginn marktækur munur var á brjóstakrabbameinsháðri lifun fyrir hátt eða lágt stoðvefshlutfall, hvorki í öllum rannsóknarhópnum né fyrir BRCA2 arfbera eða sporadísk tilfelli. Hins vegar hafa brjóstakrabbameinssjúklingar með hátt stoðvefshlutfall í krabbameini af þriðju þroskunargráðu, Ki67 jákvætt eða ER neikvætt verri 10 ára lifun (p = 0.014, 0.009 og 0.006). Aftur á móti sýndu ER jákvæð krabbamein betri lifun með hátt stoðvefshlutfall (p =0.038), og þá sérstaklega ef þau voru líka Aurora-A jákvæð (p =0.001)
  Ályktanir. Hátt stoðvefshlutfall hafði marktæk áhrif á brjóstakrabbameinsháða lifun í gráðu 3, ER neikvæðum og Ki67 jákvæðum undirhópum. Mat á stoðvefshlutfalli getur veitt nákvæmari spá um lífslókur fyrir þessa undirhópa. Mat á stoðvefshlutfalli er mjög áhugaverður og hagnýtur þáttur, sem væri auðvelt að bæta við rútínu meinafræðirannsókn með litlum tilkostnaði ef það reynist spá vel fyrir um betri eða verri horfur meðal brjóstakrabbameinssjúklinga. Með því má koma í veg fyrir of- og undirmeðhöndlun við meðferð, gera hana markvissari og draga úr skaðlegum áhrifum hennar.

Samþykkt: 
 • 10.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36034


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MagneaF_BSritgerd.pdf2.23 MBLokaður til...01.06.2023HeildartextiPDF
img032.jpg96.43 kBLokaðurYfirlýsingJPG