is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36035

Titill: 
  • Tengsl líkamsþyngdarstuðuls við öndunarhreyfingar og vanstarfsemi í grindarboti. Forrannsókn.
  • Titill er á ensku The relationship between body mass index, respiratory movements and pelvic floor dysfunction. Pilot study.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Offita er vaxandi heilsufarsvandamál um allan heim í dag. Offita er stór áhættuþáttur fyrir þróun áreynsluþvagleka. Á meðal kvenna er áreynsluþvagleki algengasta form þvagleka. Hann getur haft neikvæð áhrif á daglegt líf þeirra, andlega líðan og félagslega virkni. Ástæður áreynsluþvagleka má oft rekja til vanstarfsemi í grindarbotnsvöðvum. Áreynsluþvagleki kemur fram við líkamlegt álag eins og hósta, hnerra, hlaup eða hopp. Öndunarmynstur einstaklinga ákvarðast m.a. af gerð, samhverfu, takti og tíðni öndunarhreyfinga. Óstarfræn öndun verður þegar samstilltar hreyfingar brjóstkassa og kviðs raskast. Offita eykur álagið á öndunarkerfið og veldur m.a. grynnri öndun. Offita er einnig áhættuþáttur fyrir þróun ýmissa öndunarfærasjúkdóma eins og astma og kæfisvefn. Rifjaöndun er eitt form óstarfrænnar öndunar sem oft má sjá hjá einstaklingum með aukna öndunartíðni vegna offitu. Samstilltur samdráttur milli grindarbotnsvöðva, kviðvöðva og þindar er mikilvægur þáttur í þvagheldni. Þetta samstarf gæti verið truflað hjá konum með vanvirkni í grindarbotnsvöðvum.
    Markmið: Að kanna áhrif líkamsþyngdarstuðuls á öndunarhreyfingar hjá konum sem greinst hafa með áreynsluþvagleka. Niðurstöður öndunarmælinga voru bornar saman við tiltæk viðmiðunargildi. Fyrri samanburðarhópur samanstóð af viðmiðunargildum fyrir öndunarhreyfingar kvenna, og sá seinni af niðurstöðum fyrri rannsóknar á öndunarhreyfingum kvenna með áreynsluþvagleka.
    Aðferðir: Rannsókn þessi er forrannsókn. Þátttakendur voru þægindaúrtak sex kvenna með líkamsþyngdarstuðul > 30 kg/m2 á aldrinum 36–79 ára. Allir þátttakendur voru greindir með áreynsluþvagleka á Þvaglekamóttöku 11A á Landspítalanum við Hringbraut með stöðuluðum prófum. Öndunarhreyfingar voru mældar með öndunarhreyfingamælinum Andra. Einnig svöruðu þátttakendur spurningalista til þess að hægt væri að meta bakgrunnsbreytur.
    Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknar benda til aukinna öndunarhreyfinga í neðri hluta brjóstkassa hjá rannsóknarhóp við hvíldaröndun, miðað við samanburðarhópa. Það gæti bent til þess að rifjaöndun sé ríkjandi við hvíldaröndun hjá konum með LÞS > 30 kg/m2 og áreynsluþvagleka. Niðurstöður benda einnig til minnkaðra öndunarhreyfinga í kvið við djúpöndun hjá þátttakendum, miðað við báða samanburðarhópa. Það gefur vísbendingar um að þindaröndun sé minnkuð við djúpöndun hjá konum í offitu sem greindar hafa verið með áreynsluþvagleka. Varasamt er þó að alhæfa út frá niðurstöðum vegna lítils úrtaks, enda aðeins um forrannsókn að ræða.
    Ályktun: Vísbendingar eru um að áreynsluþvagleki og offita hafi áhrif á öndunarmynstur kvenna, og að tengsl séu á milli þessara þátta. Vegna smæðar úrtaksins er erfitt að alhæfa nokkuð þar um. Nauðsynlegt er því að sjúkraþjálfarar horfi á einstaklinginn í heild sinni, með það að markmiði að finna samhengi milli orsakar og afleiðingar. Huga þarf að öndun og ástandi kviðvöðva, bakvöðva og grindarbotnsvöðva við meðferð á áreynsluþvagleka. Að sama skapi er mikilvægt að skimað sé fyrir vandamálum í grindarbotni, og nærliggjandi vöðvum, þegar skjólstæðingar glíma við offitu eða einhverskonar öndunarvandamál. Veikleiki í einum hluta sívalnings getur haft víðtæk áhrif og mögulega valdið óstarfrænni öndun. Rannsaka þarf þessa þætti frekar með stærra þýði og mögulega með samanburðarhóp til þess að fá tölfræðilega marktækar niðurstöður.

  • Introduction: Obesity is a growing issue in today's society, all around the world. Obesity is a big risk factor for the development of stress urinary incontinence. Stress urinary incontinence is the most common form of incontinence among women. It can negatively affect their daily life, mental health and social life. Stress urinary incontinence is often due to dysfunctional pelvic floor muscles and can occur during physical activity, such as jumping, running, coughing and sneezing. An individuals respiratory movements are determined by range, type, symmetry, rhythm and breathing frequency. Dysfunctional breathing occurs when the coordinated movements of the chest and abdomen are disrupted. Obesity increases the load on the respiratory system and causes shallow breathing. Obesity is also a risk factor for the development of many respiratory diseases e.g. asthma and obstructive sleep apnea. Thorasic dominant breathing is often seen in obese individuals due to their increased respiratory rate. Co-contraction of the pelvic floor muscles, abdominal muscles and diaphragm is an important component of urinary continence. This co-contraction may be interupted in women with pelvic floor dysfunction.
    Aim: To understand the effects obesity has on breathing movements in women with stress urinary incontinence by comparing our results to available standard values for female breathing movements and the results of a previous study where breathing movements in women with stress urinary incontinence were measured.
    Methods: This research is a pilot study. Participants were a convenience sample of 6 women, ages 36–79, diagnosed with stress urinary incontinance at Landspítali University Hospital. Breathing movements were measured using Andri, which is a respiratory movement measuring tool. Participants also filled out a questionnaire to assess their background information.
    Results: Results indicate that participants in the research group had increased respiratory movements in the lower thorax during quiet breathing compared to both control groups. Which indicates that obese women diagnosed with stress urinary incontinence might have dominant thorasic breathing patterns. Results also indicate that participants had decreased abdominal movements during deep voluntary breathing compared to both control groups. Which indicates that obese women diagnosed with stress urinary incontinence might have decreased diaphragmatic breathing. However, it must be noted, that due to the small number of participants, these results are inconclusive.
    Conclusion: Results indicate that urinary incontinence and obesity affect women's breathing patterns and that there is a relationship between these factors. It would therefore be ideal that physical therapists look at the individual as a whole to find a relationship between the cause and consequence. When treating stress urinary incontinence it would be ideal that a physical therapist also screens for problems with the pelvic floor, back muscles and breathing movements. Similarly it is important to screen for problems in the pelvic floor and surrounding musculature when patients are obese or dealing with an unidentified breathing problem. Weakness in one part of the abdominal canister can have a wide impact and may even cause dysfunctional breathing. Because of the small sample size the results of this study are inconclusive. These factors need to be investigated further with more participants and possibly a control group in order to obtain statistically significant results.

Samþykkt: 
  • 10.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36035


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil_Tengsl líkamsþyngdarstuðuls við öndunarhreyfingar og vanstarfsemi í grindarbotni.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20200603134805.pdf312.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF