Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/36036
Gerðar voru mælingar á þremur kúabúum í Skagafirði og einu í Dalasýslu, þar sem kannaðir voru umhverfisþættir í fjósunum. Markmið með þessum mælingum var að sjá hvort loftræsting væri að skila tilsettum árangri í hverju fjósi fyrir sig, ásamt því að athuga þá hvort það væri munur á vélræni og náttúrulegri loftræstingu.
Mælingar voru gerðar á hljóðstyrk, lýsingu, hitastigi, rakastigi, vindhraða, koltvísýringi, ammóníaki og brennisteinsvetni. Fengnar voru teikningar af fjósunum áður en farið var í mælingar og ákveðið hvar þær skyldu gerðar á hverjum stað. Mælingar í fjósunum voru síðan bornar saman við bæði rannsóknir sem hafa verið gerðar erlendis ásamt reglugerð um velferð nautgripa (nr.1065/2014).
Mælingar sýndu að loftræsting var að skila tilsettum árangri í þeim fjósum sem mælingar áttu sér stað. Einnig sýndu mælingar fram á að það var munur á milli fjósa með vélræna og náttúrulega loftræstingu. Þessi rannsókn er þó mjög takmörkuð þar sem aðeins var um að ræða fjögur kúabú og þyrfti að gera enn frekari rannsóknir á þessu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Alexandra Rut Jónsdóttir - BS. ritgerð.pdf | 1.45 MB | Open | Complete Text | View/Open |