is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36036

Titill: 
  • Umhverfisþættir í fjósum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gerðar voru mælingar á þremur kúabúum í Skagafirði og einu í Dalasýslu, þar sem kannaðir voru umhverfisþættir í fjósunum. Markmið með þessum mælingum var að sjá hvort loftræsting væri að skila tilsettum árangri í hverju fjósi fyrir sig, ásamt því að athuga þá hvort það væri munur á vélræni og náttúrulegri loftræstingu.
    Mælingar voru gerðar á hljóðstyrk, lýsingu, hitastigi, rakastigi, vindhraða, koltvísýringi, ammóníaki og brennisteinsvetni. Fengnar voru teikningar af fjósunum áður en farið var í mælingar og ákveðið hvar þær skyldu gerðar á hverjum stað. Mælingar í fjósunum voru síðan bornar saman við bæði rannsóknir sem hafa verið gerðar erlendis ásamt reglugerð um velferð nautgripa (nr.1065/2014).
    Mælingar sýndu að loftræsting var að skila tilsettum árangri í þeim fjósum sem mælingar áttu sér stað. Einnig sýndu mælingar fram á að það var munur á milli fjósa með vélræna og náttúrulega loftræstingu. Þessi rannsókn er þó mjög takmörkuð þar sem aðeins var um að ræða fjögur kúabú og þyrfti að gera enn frekari rannsóknir á þessu.

Samþykkt: 
  • 10.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alexandra Rut Jónsdóttir - BS. ritgerð.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna