is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36037

Titill: 
 • Notkun PAG-mælinga á Íslandi -samanburður við önnur lönd
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Frjósemisvandamál í kúm eru vaxandi vandamál í heiminum í dag og því er mikilvægt að staðfesta fang sem fyrst á meðgöngunni og finna þær kýr sem ekki hafa fest fang svo hægt sé að sæða þær aftur strax og mögulegt er. Í dag er algengt að notuð séu próf til að mæla ákveðin hormón sem framleidd eru á meðgöngunni t.d. prógesterón sem mæld eru í mjólk eða blóði og meðgöngutengd gýkóprótein (PAG) sem einnig eru mæld í mjólk eða blóði. Það hefur verið sýnt fram á að greining meðgöngutengdra glýkópróteina (PAG) getur gefið mjög nákvæmar niðurstöður til að staðfesta fang. Gerðar hafa verið margar erlendar rannsóknir þar sem nákvæmi prófsins hefur verið skoðað og það borið saman við aðrar aðferðir. Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á Íslandi þar sem að PAG-mælingar hér á landi hófust ekki fyrr en árið 2017.
  Þannig er notkun PAG-mælinga frekar nýtt fyrirbrigði hér á landi og tiltölulega fáir sem notfæra sér það enn sem komið er, en frá janúar til mars 2020 voru um 1,47% kúa á Íslandi með PAG-mælingu. Flestir bændur hérlendis láta aðeins mæla PAG-gildi einu sinni hjá hverri kú, en mælt er með því að mæla það að minnsta kosti tvisvar á meðgöngunni, t.d. til að fylgjast
  með lifun fósturvísa og til þess að geta sætt kúna sem fyrst ef hún missir fóstur. Um 84% kúnna sem voru með PAG-mælingar höfðu aðeins eina PAG-mælingu yfir alla meðgönguna og 13% höfðu tvær PAG-mælingar á meðgöngunni.
  Meðaltal PAG-gilda hjá þeim kúm sem voru með fangi var 1,446 og meðaltal þeirra kúa sem ekki voru með fangi var 0,209. Hjá þeim kúm sem voru með fangi hækkuðu PAG-gildin
  eftir því sem leið á meðgönguna, en meðaltöl PAG-gilda voru hæst rétt fyrir burð.
  Hlutfall fenginna kúa eftir PAG-gildum miðað við mismunandi tímalengd frá sæðingu var metið. Hlutfall þeirra sem báru ekki og voru því ekki með fangi var hæst þegar PAG-gildin
  voru á bilinu (0,250-0,750) og fór síðan lækkandi eftir því sem PAG-gildin urðu hærri.
  Niðurstöður sýndu að viðmiðunargildi sem notuð hafa verið hérlendis eru rétt og að þau eru sambærileg hjá íslenskum kúm og hjá öðrum kúakynjum.

Samþykkt: 
 • 10.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36037


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerd_Heiðrún.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna