en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/36038

Title: 
 • Title is in Icelandic Ferhyrnda svipgerðin í íslensku sauðfé –raðgreining á markgenum
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Mikinn fjölbreytileika er að finna í hornafari sauðfjár á Íslandi. Það er að finna hyrnt, kollótt, sívalhyrnt, hnýflótt, örðótt, ferhyrnt og ferukollótt fé. Genið RXFP2 á litningi 10 í sauðfé hefur verið tengt við hornafar erlendis. Innsetning 1,78 kbp á 5‘-enda gensins er talið valda kollóttri svipgerð. Vísbendingar benda reyndar til þess að innsetningin ein valdi ekki svipgerðinni og séu fjölgenaárhif að verki. Önnur gen sem tengd hafa verið við ferhyrnda svipgerð eru HOXD genaklasinn og genið MTX2.
  Markmið þessarar rannsóknar er að skoða einbasabreytileika innan opins lesramma genanna RXFP2, MTX2, HOXD1 og HOXD12 og athuga hvort tengja megi slíkan breytileika við hornalag innan íslenska sauðfjárstofnsins. Tekin voru sýni úr hyrndum, kollóttum, ferhyrndum, feruhnýflóttum og ferukollóttum gripum. Sýnataka hófst 3. október 2019 og var sýnum safnað frá fé á Ósabakka 1 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en þar er ræktað hyrnt, kollótt, ferhyrnt og ferukollótt fé. Tekin voru ýmist hársekkja- eða vefjasýni úr um 30 gripum og voru 16 þeirra notuð í þessari rannsókn. Til stóð að senda sýni til raðgreiningar fyrir genin RXFP2, HOXD1, HOXD12 og MTX2, en raðgreininga niðurstöður fengust aðeins fyrir MTX2 genið og voru þær niðurstöður af misgóðum gæðum.
  Fundust 48 einbasabreytileikar miðað við viðmiðunargen frá Rambouillet á geni MTX2. Þar af voru 30 af ófullnægjandi gæðum til að hægt væri að draga afgerandi ályktanir um tengsl svipgerðar og arfgerðar. Aðeins tvo breytileika var hægt að tengja við svipgerð og enginn breytileiki hafði áhrif á amínósýruröð. Á basa 660 á innröð 6 kom innskot basa T hjá þeim tvíhyrndu gripum sem voru í úrtakinu. Hinn breytileikann var að finna á basa 661 á innröð þar sem varð úrfelling hjá öllum ferhyrndum, feruhnýflóttum og ferukollóttum gripum.
  Úrtakið var ekki nógu stórt til að hægt sé að segja með vissu um tengsl arfgerðar og svipgerðar, en auk þess voru raðgreininganiðurstöður ekki af nægilega góðum gæðum til að staðfesta nokkurn breytileika en mun þetta verkefni vera fyrsta skref í að finna undirliggjandi erfðaþætti ferhyrndrar og ferukollótrar svipgerðar, en sú þekking mun nýtast til varðveislu á áhugaverðum erfðafjölbreytileika innan íslenska fjárstofnsins.

Accepted: 
 • Jun 10, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36038


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BSc-Sóley-E.S.-LOKA.pdf1.65 MBOpenComplete TextPDFView/Open