Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36039
Background: Spinal cord injury (SCI) is a complex condition that impacts individuals physically, emotionally and socially. The rehabilitation process is long and involves adjustments to a changed body and life situation. In the last decades, more attention has grown for the connection between self-efficacy and community participation in SCI.
Aim: The main aim of this study was to explore the correlation between self-efficacy and participation in the early period of community life after SCI and to describe which demographic and injury characteristics were associated to these two concepts, self-efficacy and participation.
Method: This study involved secondary analysis of data collected in 2018 and 2019, from the International Project for the Evaluation of activE Rehabilitation (Inter-PEER) in Sweden. Baseline data from questionnaires answered by 95 participants with traumatic and non-traumatic SCI were used. Questionnaires were answered at the beginning of an Active Rehabilitation (AR) training program. Main outcome measures were the Moorong Self-Efficacy Scale (MSES) and the Utrecht Scale for Evaluation of Rehabilitation-Participation (USER-P). Analyses involved correlation and linear regression statistics.
Results: Self-efficacy scores showed moderate to low positive correlation to both objective participation and perceived restrictions in participation. Higher personal function self-efficacy (p <.05) and being younger than 45 years (p <.001) were associated with higher frequency of participation. Having lower level of injury (p <.01), being male (p <.05) and having paid work (p <.05) were associated with less restrictions in participation.
Conclusion: Promoting self-efficacy should be one of the main focus in the rehabilitation of SCI when attempting to enhance community participation. More research is needed to identify predictors of self-efficacy in SCI. As for participation, special attention should be given to individuals with higher levels of injury, to women, and those who do not have paid work as they perceive the most restrictions in participation.
Bakgrunnur: Mænuskaði er margþætt ástand sem hefur líkamleg, tilfinningaleg og félagsleg áhrif á einstaklinga. Endurhæfingarferlið er langt og felur í sér aðlögun að breyttum líkama og aðstæðum. Síðustu áratugi hefur verið kallað eftir meiri rannsóknum á tengslum trúar á eigin getu (e. self-efficacy) og þátttöku í samfélaginu hjá einstaklingum með mænuskaða.
Markmið: Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna fylgni milli trúar á eigin getu og þátttöku í samfélaginu fyrstu árin eftir mænuskaða. Einnig að lýsa því hvaða áhrif lýðfræðilegir þættir og einkenni meinsemdar (e. lesion characteristics) hafa á þessi tvö hugtök.
Aðferð: Þessi rannsókn fól í sér greiningu á þversniðsgögnum sem safnað var í Svíþjóð árin 2018 og 2019. Þýðið samanstóð af 95 einstaklingum með mænuskaða sem svöruðu spurningalista í upphafi námskeiðs virkrar endurhæfingar (e. active rehabilitation program). Trú á eigin getu var mæld með MSES spurningalistanum og þátttaka með USER-P. Fylgnistuðlar og línuleg aðhvarfsgreining voru notuð við úrvinnslu gagna.
Niðurstöður: Miðlungs til lítil jákvæð fylgni fannst milli trúar á eigin getu og þátttöku. Aukin trú á eigin getu til persónulegra athafna (p <0,05) og að vera yngri en 45 ára (p <0,001) tengdist hærri tíðni af þátttöku í samfélaginu. Lægri mænuskaði (p <.01), að vera karlkyns (p <.05) og að hafa launaða vinnu (p <.05) tengdust minni takmörkunum á þátttöku.
Ályktun: Efling trúar á eigin getu ætti að vera ein af megináherslum í endurhæfingu á einstaklingum með mænuskaða þegar reynt er að auka þátttöku þeirra í samfélaginu. Frekari rannsókna er þörf til að bera kennsl á þætti sem auka trú á eigin getu. Í tengslum við þátttöku ætti að huga sérstaklega að einstaklingum með hærri mænuskaða, að konum og þeim sem ekki hafa launaða vinnu þar sem þessir hópar upplifa mestar takmarkanir á þátttöku í samfélaginu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BrietMorkOmarsdottir_MastersThesis-Final.pdf | 699.81 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.pdf | 303.62 kB | Lokaður | Yfirlýsing |