is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3604

Titill: 
  • Að alast upp við alkóhólisma. Áhrif á börn og uppkomin börn alkóhólista
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áhrif alkóhólisma bæði á börn og uppkomin börn alkóhólista hafa lítið verið rannsökuð hér á landi. Hins vegar er hægt að finna ýmsar erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessu viðfangsefni. Farið verður í umfjöllun um skilgreiningar á alkóhólisma og áhrif sjúkdómsins á börn og uppkomin börn alkóhólista á fræðilegan hátt. Þar á eftir verður rannsókninni gerð skil. Rannsóknin sem gerð var er eigindleg og með henni vildi rannsakandi fá betri sýn inn í líf einstaklinga sem höfðu alist upp við alkóhólisma. Rannsakandi vildi skoða áhrifin af þessari reynslu á tilfinningar og persónuleika barnanna sjálfra og einnig hvernig þessi reynsla hafi mótað þau á fullorðinsárum. Einnig var áhugi fyrir að skoða þau úrræði sem í boði væru og fá að vita hvernig viðmælendum fannst þessi úrræði hjálpa sér. Niðurstöðurnar eru þær að þessi reynsla hafði mikil áhrif á uppvaxtarárunum. Börnin voru oft kvíðin og bjuggu við mikla óvissu. Þau þróuðu með sér hlutverk sem þau léku til þess að hjálpa sér við að takast á við aðstæðurnar. Áhrifin héldu svo áfram allt fram á fullorðinsár og kom í ljós að þessi reynsla mótaði alla viðmælendurnar mikið. Sértæk úrræði eru af ýmsum toga fyrir þennan hóp og eru nokkuð skiptar skoðanir um það hvað hentaði hverjum og einum, það er að segja hvort hentaði þeim betur þessi sértæku úrræði eða sálfræðiaðstoð. Helmingurinn sagði að sértæku úrræðin sem í boði eru og þá sérstaklega Al-Anon hafi bjargað lífi sínu en aðeins ein sagði að sálfræðimeðferð hafi bjargað lífi sínu.

Samþykkt: 
  • 22.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3604


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf642.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna