Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36040
Mismunandi jarðvegsgerðir hafa mismikla frjósemi og eru með misgóð skilyrði til ræktunar.
Því eru heimtur næringarefna mismiklar eftir jarðvegsgerðum. Við langtíma ræktun þar sem bæði tilbúinn áburður og bújáráburður er borin á í marga áratugi og jarðvegurinn endurunninn getur jarðvegsefnasamsetning hans breyst. Í seinni tíð hafa fáar áburðartilraunir verðið gerðar á Íslandi með það að markmiði að skoða heimtur og skil áburðarefna af túnum með mismunandi
jarðvegsgerðir. Þekking á heimtum mismunandi jarðvegsgerða eru því takmarkaðar.
Jarðvegsefnagreiningar hafa lítið breyst frá því þær voru fyrst mótaðar á sjöunda áratug síðustu aldar. Þær eru frekar lítið notaðar við gerð áburðaráætlana líkt og gert er erlendis. Framkvæmd var tilraun í Keldudal í Skagafirði sumarið 2019 til að kanna áhrif og heimtur tilbúins áburðar og næringarforða fjögurra mismunandi jarðvegsgerða. Helstu niðurstöður sýna að töluverður munur getur verið á nýtingu næringarefna eftir jarðvegsgerðum. Jarðvegur, eiginleikar hans og heimtur geta verið mjög mismunandi á túnum á tiltölulega litlu svæði. Jarðvegsefnagreiningar geta gefið vísbendingar um áburðarþörf túna. Áburðarmagn og jarðvegsgerð geta haft áhrif á
efnainnihald uppskeru. Vaxandi uppskera fæst með vaxandi áburðarskömmtum en hlutfallslegar heimtur áburðarefna minnka. Jarðvegsgerðir hafa áhrif á heimtur næringarefna og
uppskerugetu.
Niðurstöður tilraunana voru ekki alltaf í samræmi við niðurstöður fyrri tilrauna um endurheimtur næringarefna á mismunandi jarðvegsgerðum.
Við vinnslu á túnum á þungum vélum og tækjum getur orðið þétting í jarðveginum. Þétting jarðvegs getur haft slæm áhrif á vöxt jurta og þar að leiðandi á uppskeru túna. Hægt er að nota
loftunartæki til að lofta jarðveg með það að markmiði að vinna gegn jarðvegsþéttingu. Lítið hefur verið um rannsóknir á þessu ferli á Íslandi. Í tilrauninni í Keldudal var helmingur
tilraunarinnar loftaður að vori samhliða áburðargjöf til að kanna áhrif loftunar á uppskeru og efnainnihald uppskeru. Niðurstöður sýndu fram að við vorloftun dró úr uppskeru fyrri sláttar.
Uppskera seinni sláttar var að meðaltali betri eftir vorloftun og bætti upp fyrir uppskerutap í fyrri slætti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sunna Þórarinsdóttir BS ritgerð Heimtur niturs, fosfórs og kalís í túnum á mismunandi jarðvegi á kúabúi útgáfa 2.pdf | 10,48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |