is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36045

Titill: 
 • Áreiðanleiki endurtekinna mælinga á íslenskri þýðingu á spurningalista um mjaðmagrind: The Pelvic Girdle Questionnaire
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Um 50% kvenna upplifa mjaðmargrindarverki á meðgöngu. Algengt er að verkir nái hámarki milli 24. - 36. viku. Konur sem byrja að finna fyrir verkjum á fyrsta þriðjungi meðgöngu eru líklegri til að glíma við skerta athafnagetu og verki á síðari hluta meðgöngu. Það getur haft miklar afleiðingar í för með sér t.d. minnkuð lífsgæði og aukin veikindaleyfi. Snemmbær íhlutun gæti komið í veg fyrir meiri skerðingu sem stuðlar að því að konur upplifi betri meðgöngu og geti sinnt áhugamálum og atvinnu lengur. Á Íslandi er ekki til staðlað mælitæki sem metur og greinir mjaðmagrindarverki og áhrif þeirra.
  Markmið: Markmið þessarar rannsóknar er að áreiðanleikaprófa íslenska þýðingu á The Pelvic Girdle Questionnaire.
  Aðferðir: Þátttakendur voru 97 þungaðar konur. Alls voru 59 konur með klíníska greiningu á mjaðmagrindarverkjum á meðgöngu og 38 konur án klínískrar greiningar á mjaðmagrindarverkjum. Allar konurnar svöruðu spurningalistanum með 7–10 daga millibili. Spurningalistinn inniheldur 25 spurningar sem skiptast í athafnamiðaðar spurningar og spurningar tengdar einkennum. Svarmöguleikarnir eru fjórir, frá 0–3. Heildarstig eru fundin með því að reikna út stigafjöldann og deila í heildarstig (75). Þá fæst heildarskor frá 0 (engin skerðing) til 100 (mjög mikil skerðing).
  Niðurstöður: Áreiðanleiki fyrir heildarstigin var ICC=0,98, athafnahluta ICC=0,98 og einkennahluta ICC=0,95. Innri áreiðanleiki var mældur með Cronbach’s alpha. Cronbach alpha var 0,97 fyrir heildarstig. Fyrir athafnahluta mældist 0.96 og fyrir einkennahluta 0,91.
  Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íslenska útgáfa PGQ-spurningalistans sé áreiðanleg. Reynist hún einnig réttmæt má nota hana í klínísku starfi og í rannsóknum til mats á þunguðum konum og konum eftir barnsburð með mjaðmagrindarverki.

Samþykkt: 
 • 11.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElínRós-MSverkefni.pdf1.71 MBLokaður til...26.06.2021HeildartextiPDF
yfirlýsing.pdf62.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF