en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/36047

Title: 
  • Title is in Icelandic Samfélög mítla (Acari) og stökkmors (Collembola) í mismunandi gróðurframvindu, 20 árum eftir uppgræðslu á Geitasandi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Víða á Íslandi hefur ýmsum aðferðum verið beitt til að græða upp land og bæta virkni vistkerfa. Við mat á gildi uppgræðsluaðgerða hefur verið horft til fjölda eiginleika vistkerfa, þar á meðal þróunar gróðursamfélaga eða kolefnisbindingar. Undanfarin ár hefur nauðsyn þess að taka tillit til samfélaga jarðvegslífvera fyrir skilning okkar á virkni vistkerfa orðið augljósari, ekki síst samspili þeirra við samfélög ofanjarðar. Lítið er þó vitað um þróun samfélaga jarðvegsdýra eftir uppgræðslu. Til að meta gildi uppgræðslumeðferða á samfélög stökkmors og mítla, voru jarðvegssýni tekin úr reitum með mismunandi uppgræðslumeðferðum; grassáning, lúpínusáning, birki- og víðieyjar ásamt viðmiðsreitum sem hlutu enga meðferð. Jafnframt var athugað hvort vatnsheldni jarðvegs gæti útskýrt mun á fjöldi dýra milli meðferða. Til að leggja mat á samfélög smáfánnunnar við mismunandi framvindustig einstakra plöntutegunda, voru sýni tekin hjá sjálfsánum plöntum af mismunandi þéttleika meðfram birkieyjunum. Eftir 20 ára uppgræðslu einkenndust samfélög smáfánunnar hjá öllum meðferðum af fleiri dýrum, hærri tegundaauðgi og samfélagsfjölbreytni stökkmors en í óuppgræddu landi. Töluverður munur var á fjölda dýra, samfélagsfjölbreytni og sambærileika samfélaga milli meðferða. Flest dýr og flestar stökkmorstegundir fundust í lúpínureitum, en í víðieyjum mátti finna mesta samfélagsfjölbreytni stökkmors. Plöntutegundir voru misfljótar að mynda breiðari vist fyrir smádýr en í óuppgræddu landi, en víðirinn skar sig úr með mestan fjölda og tegundauðgi stökkmors þegar á fyrsta stigi framvindunnar. Fjöldi mítlahópa var mestur eftir 20 ára uppgræðslu, en engir ránmítlar fundust á fyrstu framvindustigum. Niðurstöður gefa til kynna að samfélagsgerð smáfánunnar og virkniseiginleikar stökkmors geti veitt töluverða innsýn í umhverfisaðstæður jarðvegsvista við mismunandi yfirborðsgerðir.

Accepted: 
  • Jun 11, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36047


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS Esther_07.05.pdf1.86 MBOpenComplete TextPDFView/Open