is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36048

Titill: 
 • Tengsl hæðar yfir sjávarmáli og gróðurfars í fjöllum Öxnadals
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Verkefnið fólst í því að kanna gróðurfar fjalla á nokkra mismunandi vegu. Kannað var hvaða áhrif aukin hæð yfir sjávarmáli hafði á gróðurfar, þá bæði gróðurþekju og tegundasamsetningu. Einnig var skoðað hvort lega rannsóknar-reitanna eftir höfuðáttum hefði marktæk áhrif á gróðurfar þeirra.
  Gögnum verkefnisins var safnað árið 2008 af teymi frá Náttúrufræðistofnun Íslands, en eftir það biðu þau úrvinnslu. Gögnunum var safnað af fjórum tindum í Öxnadal, sem er staðsettur í innanverðum Eyjafirði. Öllum gögnum var safnað eftir stöðlum alþjóðlega verkefninu GLORIA (Global Observation Research Initiative Alpine environments). Með því móti eru öll gögnin hæf til samanburðar við ný gögn, þegar þeim verður safnað. Gögnin voru loks greind vorið 2020.
  Niðurstöður sýndu að tegundum fækkaði og gróðurþekja minnkaði þegar farið var hærra yfir sjávarmál. Einnig mátti sjá breytingu í eðli tegundanna frá neðsta tindinum og annarra tinda. Strax á öðrum tindi, 700 m. h.y.s. voru farnar að birtast svokallaðar fjallategundir.
  Einnig var kannað hvort að lega reitanna eftir höfuðáttum hefði áhrif á gróðurfar þeirra. Niðurstöðurnar bentu til þess að lega reitanna hafði ekki nógu mikil áhrif á þá til þess að reikna með að það væri samband þar á milli. Í sumum áttum höfðu reitirnir þó meira sameiginlegt en í öðrum. Einng voru áhrifaþættirnir sem mynduðu breytileika á milli tinda ekki þeir sömu á öllum höfuðáttum. Í öllum þeirra var hæð yfir sjávarmáli (h.y.s.) áhrifaþáttur. Magn skriða og auðrar jarðar var einnig algengur áhrifaþáttur.

Samþykkt: 
 • 11.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36048


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eva Margrét Árnadóttir - Tengsl hæðar yfir sjávarmáli og gróðurfars í fjöllum Öxnadals.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna