is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36049

Titill: 
  • Þróun vistkerfis frá sandauðn til votlendis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Jöklar á Íslandi hafa að mestu leyti hopað frá lokum litlu-ísaldar en henni lauk um árið 1890. Í kjölfarið hafa jökulár smám saman fest sig í farvegi. Við meiri stöðugleika hafa vistkerfin framan við jökla þróast og jarðvegsmyndun hafist. Í þessari ritgerð verður fjallað um þróun vistkerfis á Breiðamerkursandi á Suðausturlandi. Votlendi hefur myndast á svæði sem áður var jökulsandur. Útbreiðsla votlendisins var kortlögð eftir loftmyndum, jarðvegssýni tekin innan skilgreindrar útbreiðslu og sýrustig og kolefnis- og niturhlutfall jarðvegsins mælt. Niðurstöðurnar benda til þess að mest kolefni og nitur safnast á bökkum tjarna og lækja og þar sem gul- og loðvíðir vex en að of mikil bleyta hafi hamlað uppsöfnun, líklega vegna lakari vaxtarskilyrða á þeim svæðum. Við þúfur geta víðiplöntur hjálpað til við uppsöfnun kolefnis og niturs og þar getur kolefnishlutfall mælst hátt en í sjálfri þúfunni eru vaxtarskilyrði lakari þar sem að jarðvegur eru þurrari. Rannsóknin sýndi að sýrustig jarðvegs fer lækkandi með aldrinum og að uppsöfnun kolefnis og niturs í jarðvegi eykst með aldri vistkerfisins. Útbreiðsla votlendisins á Breiðamerkursandi hefur nærri tvöfaldast á árunum 1968-2004.

Samþykkt: 
  • 11.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36049


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun vistkerfis Íris - BS - Lok.pdf2.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna