is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36051

Titill: 
 • Hjólabærinn Akranes
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Við lifum á tímum hraðra breytinga hvað varðar loftslag, tækni og neyslu. Frá iðnbyltingunni hefur styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu aukist á sama tíma og neysla okkar mannfólksins eykst og eykst. Lífsstílssjúkdómar og einmanaleiki verða sífellt algengari í nútímasamfélagi og allt þarf að gerast á ógnarhraða. Mannfólkið hefur örlítið villst af leið og leitast nú við að rétta sig af með tilkomu loftslagsbreytinga sem ógna tilveru þess.
  Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér það markmið fyrir 2030 að draga úr skaðlegum umhverfisáhrifum í borgum t.d. með því að bæta loftgæði og auka vægi sjálfbærra samgöngumáta í umferðinni. Með breyttum áherslum þarf að endurhugsa samfélagið út frá sjálfbærri þróun og breyta hegðun okkar og neyslu. Vistvænar áherslur í skipulagi eru ekki lengur val og ekki er nóg að eingöngu stórar borgir reyni að mæta þessum kröfum. Hjólreiðar geta verið öflugt vopn í höndum stjórnvalda til að minnka kolefnislosun og getur skapað sérstöðu bæjarfélaga ásamt því að bæta lýðheilsu og fegra umhverfið.
  Borgir eins og Kaupmannahöfn, Amsterdam o.fl. hafa skipt um áherslur í samgöngum síðustu áratugi og markvisst unnið að því að auka hlutdeild vistvænni ferðamáta í umferðinni og á sama tíma skapað sér sérstöðu.
  Akranes, fjölmennasta sveitarfélag Vesturlands, er einstaklega flatt og því kjörið til hjólreiða sem samræmist stefnu bæjarins um heilsueflandi samfélag. En ýmislegt vantar til að hvetja íbúa eins og innviði, stefnumótun og aðgerðaáætlun.
  Markmið verkefnisins er að hanna hjólreiðastofnstíg í gegnum Akranes út frá fræðum borgarhönnuðarins Jeff Speck og arkitektsins Jan Gehl. Stígurinn átti að tengja saman helstu hverfi, þjónustu og afþreyingu þannig að hann falli sem best að landslagi, byggðarmynstri, náttúru og veðurfari til þess að hjólreiðar geti orðið aðalferðamáti íbúa með tilliti til þæginda og upplifunar. Hvað þarf til þess að slíkir stofnstígar virki og mun þetta breyta einhverju fyrir bæjarfélagið?
  Samgöngur eru hluti af okkar daglega lífi og þess vegna er nauðsynlegt að þær henti öllum burtséð frá getu hvers og eins, fjárhag eða stöðu. Verkefnið sýnir fram á að ef vel er staðið að hönnun og greiningu geta fjölbreyttar samgöngur verið mikið aðdráttarafl og auðgað mannlíf og gæði umhverfis okkar ásamt því að koma til móts við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið ætti að geta haft yfirfærslugildi á önnur sambærileg sveitarfélög og hjálpað til við að gera Ísland að vistvænna landi.

Samþykkt: 
 • 11.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjólabærinn Akranes_Ása.pdf22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna