is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36052

Titill: 
 • Bætt öryggi og aðgengi ferðamanna í Reynisfjöru
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Samspil náttúrunnar og mannsins hefur verið til staðar í tímans rás en mikilvægi þess að komast út í náttúruna, upplifa hana og tengjast henni getur skipt sköpum fyrir andlega heilsu okkar. Við leitum því mikið í að komast í nálægð við hana vegna þeirra jákvæðu áhrifa sem hún hefur á okkur. Það er því ekki skrítið að ferðamenn flykkist hingað til lands til að skoða og upplifa þá stórbrotnu og einstöku náttúru sem er hér að finna. Meiri ferðamannastraumur kallar á auknar kröfur um gott aðgengi að helstu ferðamannastöðum landsins sökum þess að meira álag er á þeim en undanfarin ár. En í náttúrunni leynast einnig hættur sem Íslendingar eru staðkunnugir en margur ferðamaðurinn ekki. Því þarf að gæta þess að ferðamenn séu vel upplýstir og öryggi þeirra tryggt eins og kostur er á.
  Reynisfjara er einn af þeim ferðamannastöðum þar sem nauðsynlegt er að gera endurbætur í sambandi við aðgengi og öryggi ferðamanna því endurtekið eru ferðamenn að fara sér að voða í fjörunni. Að auki myndast mikið öngþveiti á bílaplaninu sem skyggir allmikið á útsýni frá núverandi veitingastað. Staðurinn hefur mikið upp á að bjóða þar sem stórkostleg sjónarspil geta átt sér stað, mikilfenglegt útsýni er til fjalla auk þess sem fallegar jarðmyndanir er þar að finna.
  Í verkefninu er fjallað um áhrif náttúrunnar og hafsins á okkur, skynjun okkar á umhverfi, staðarímynd og atferli ferðamanna. Gerð er landslags- og þarfagreining fyrir svæðið til að gera grein fyrir sérkennum Reynisfjöru jafnframt sem stykleikar, veikleikar, ógnir og tækifæri staðarins eru tekin saman.
  Markmið þessa verkefnis er að skoða hvernig hægt sé að bæta öryggi og aðgengi ferðamanna að Reynisfjöru án þess að draga úr þeim gæðum sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Hönnunarforsendur voru unnar út frá greiningunni á svæðinu. Hönnunartillagan byggist upp á því að bæta aðgengi og aðkomuna að staðnum með því að endurskipuleggja og færa bílaplanið og leggja greiða göngustíga um svæðið svo umferð gangi vel og örugglega fyrir sig. Aðgengi fyrir alla er bætt til að komast til móts við sem fjölbreyttastan hóp gesta. Dvalarsvæði við veitingastað er stækkað auk þess sem nýtt húsnæði upplýsingamiðstöðvar er staðsett við núverandi veitingastað en með tilkomu hennar er upplýsingaflæði til gesta bætt til muna og þar af leiðandi öryggi þeirra.
  Með hönnunartillögunni verður því leitast eftir að styrkja jákvæða upplifun ferðamanna í Reynisfjöru, bæta öryggi þeirra auk þess sem ímynd staðarins verður styrkt.

Samþykkt: 
 • 11.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36052


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Reynisfjara_Elín_LOKA1.pdf73.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna