Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36055
Inngangur: Hlutfall eldra fólks fer vaxandi í heiminum en sá hópur er líklegri til að hreyfa sig minna og vera í aukinni hættu á að þróa með sér þunglyndi miðað við yngri hópa. Rannsóknir hafa sýnt að efla megi geðheilsu með daglegri hreyfingu. Markmið: Að rannsaka daglega hreyfingu við mismunandi aðstæður (frístundir, heimilisstörf og vinna) meðal eldri (≥ 65 ára) Norðlendinga og hvernig daglega hreyfingin tengdist þunglyndiseinkennum. Tekið var tillit til mögulegra áhrifa búsetu, kyns eða aldurshóps.
Aðferðir: Rannsóknargögnum var safnað í september 2017 til janúar 2018 í þversniðsrannsókn með lagskiptu slembiúrtaki. Þátttakendur voru 175 talsins, á aldrinum 65-92 ára, karlar (n=100) og konur (n=75), búsettir utan stofnana á Norðurlandi í þéttbýli (n=105) og dreifbýli (n=70). Spurningalistinn Mat á líkamsvirkni aldraðra (MLA) var notaður til að meta daglega hreyfingu. Hann skiptist í heildarkvarða og þrjá undirkvarða sem meta hreyfingu við frístundir, heimilisstörf og vinnu sem er ýmist launa- eða sjálfboðavinna. Spurningalistinn Geriatric Depression Scale (GDS) var notaður til að meta þunglyndiseinkenni.
Niðurstöður: Heildarhreyfing tengdist ekki búsetu en karlar hreyfðu sig meira en konur og yngri aldurshópur (65-74 ára) meira en eldri aldurshópur (75-92 ára). Hreyfing tengd heimilisstörfum var algengust í öllum hópum. Dreifbýlisbúar hreyfðu sig meira en þéttbýlisbúar við vinnu og yngri aldurshópur meira en eldri. Karlar hreyfðu sig meira en konur við heimilisstörf. Aukin heildarhreyfing og hreyfing í undirkvörðum MLA tengdist minni þunglyndiseinkennum. Hreyfing í frístundum var eini undirkvarðinn sem hafði marktæk tengsl við minni þunglyndiseinkenni þegar tekið var tillit til annarra undirkvarða MLA.
Ályktun: Niðurstöður bæta við mikilvægri þekkingu á daglegri hreyfingu eldri Norðlendinga og sambandinu milli þunglyndiseinkenna og hreyfingar á efri árum. Þær benda til þess að þótt öll dagleg hreyfing sé af hinu góða geti áhersla á hreyfingu í frístundum mögulega skilað mestum árangri varðandi geðheilsu.
Background: The population of older adults is continuously growing across the world. This population is more likely to have less physical activity (PA) and be at higher risk of developing depression compared to younger population. Research has shown that daily physical activity (DPA) helps improve mental health.
Aims: To examine DPA in different contexts (leisure-time, househould and work) in older adults (≥ 65 years) in Northern Iceland and what the interaction was between DPA and symptoms of depression (SD). Effects from population density, gender and age group were taken into account. Methods: The data was gathered from September 2017 to January 2018 in cross-sectional study with a random sample. The 175 participants were between 65-92 years old, included males (n=100) and females (n=75), and were community-dwellers in Northern Iceland in urban (n=105) and rural areas (n=70). The Physical Activity Scale for the Elderly (PASE) was used to obtain a total PA score and three sub-scores. The Geriatric Depression Scale (GDS) was used to evaluate SD.
Results: Total PA was not associated with population density. However, males were more physically active than females and the 65-74 age group was more active than the 75-92 age group. Household PA was the most common in every group. People who lived in rural areas were more likely to be active in work-related activity than people in urban areas as were the 65-74 age group compared to the 75-92 age group. Males were more active in household PA than females. Higher total PA and the sub-scores of PASE had significant correlations to fewer SD. The leisure-time sub-score was the only sub-score that had a significant correlation to fewer SD when other PASE sub-scores were taken into account.
Conclusions: The results improve the knowledge on DPA and the relationship between SD and PA in older adults. Although all DPA is good, an emphasis on leisure-time PA may have the most beneficial effect on mental health.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MSc_Lokaverkefni_Birgitta_2020.pdf | 1,2 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
20200610152203.pdf | 311,73 kB | Lokaður | Yfirlýsing |