is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36057

Titill: 
  • Markaðsstefna og staðfærsla Volvo Cars : áhrif á íslenskan lúxusbílamarkað
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um staðfærslu og markaðsstefnu Volvo Cars. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort staðfærsla vörumerkis Volvo hafi leitt til nýs markaðsleiðtoga á íslenskum lúxusbílamarkaði. Til að það væri mögulegt var greining framkvæmd á þeim mörkuðum sem vörumerkið starfar á hérlendis en þar að auki gerð grein fyrir og tekin afstaða til ýmislegra mögulegra utanaðkomandi áhrifaþátta. Þá var litið á markaðsstefnu og staðfærslu vörumerkisins í sögulegu samhengi og rannsakað hvort breytingar höfðu orðið á henni á síðastliðnum árum. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem rætt var við sex einstaklinga sem uppfylltu tiltekin skilyrði til að teljast líklegir sem aðilar innan markhóps Volvo hérlendis og var því notast við markmiðsúrtak. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er að ekki er hægt að fullyrða að staðfærsla Volvo sé stærsti staki áhrifavaldur þess að vörumerkið hefur tekið stöðu markaðsleiðtoga á íslenskum lúxusbílamarkaði en staðfærsla vörumerkisins hefur að mestu leyti haldist sú sama þrátt fyrir aukna áherslu á lúxus. Þó má álykta að sambland ýmissa atriða hafi verið grundvöllur fyrrnefndrar velgengni vörumerkisins undanfarin ár. Þar má helst nefna nýjan brag á hönnun sem og rafvæðingu bílaflota Volvo auk þess sem að mögulegur hópur kaupenda á slíkum markaði gæti hafað stækkað í kjölfar helstu efnahagsbreytinga undanfarin ár.

Samþykkt: 
  • 11.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc. Lokaskil .pdf781.68 kBLokaður til...01.06.2025HeildartextiPDF
Beidni um lokun.pdf619.94 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna