is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36059

Titill: 
  • Aðgerðir stjórnvalda í orkuskiptum vegasamgangna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Síðustu ár hafa loftslagsmál verið fyrirferðamikil í umræðunni og er það ekki að undra miðað við þann hnattræna vanda sem að við á jörðinni búum stöndum frammi fyrir, hlýnun jarðar. Ísland hefur skuldbundið sig með undirskrift að hnattrænu samkomulagi, nú síðast Parísarsamningnum um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Vegasamgöngur eru stærsta uppspretta kolefnislosunar sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda en orkuskipti voru samþykkt á Alþingi árið 2017 og fela þau í sér bann við nýskráningu bensín- og dísilbifreiða. Stjórnvöld hafa gefið út áætlun sem meðal annars snýr að hvernig á að styrkja við innleiðingu vistvænni bílaflota. Í kjölfarið hefur skapast mikil umræða um rafbílavæðingu en mikil tækifæri samdráttar gróðurhúsalofttegunda liggja í rafvæðingu samgangna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða áhrif orkuskiptin hafa haft á þróun bílaflotans á Íslandi og hverjar eru helstu hindranir nýrrar bifreiðatækni, hvaða aðgerðir stjórnvalda eru áhrifaríkastar til þess að fækka ökutækjum sem knúin eru af jarðefnaeldsneyti og einnig bera saman aðgerðir Íslands og Noregs. Niðurstöður rannsóknar ritgerðarinnar var aflað með því að kanna álit bæði innan bílageirans og meðal sérfræðinga á sviði vistvænna ökutækja og benda þær til þess að rafmagnsbíllinn sé kominn til þess að vera og enn fremur að skortur sé á innviðum sem styðja við rafbílavæðinguna og endurskoða þurfi skattlagningu ökutækja.

Samþykkt: 
  • 11.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BsC Ritgerð - Final.pdf910.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna