is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36067

Titill: 
 • Framtíðarmöguleikar í nýtingu seyru á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Seyra er ákveðinn hluti af skólpi sem verður til við vinnslu fráveituvatns þegar vökvi og föst efni eru aðskilin með mismunandi aðferðum og það sem eftir stendur er seyra. Seyra er
  líffræðilega virk blanda og inniheldur mikið magn af lífrænum næringarefnum en henni geta einnig fylgt ólífræn efni. Í seyrunni eru ýmis næringarefni sem hægt er að nýta og væri synd að farga. Þó geta komið upp ýmis vandamál við endurnýtingu hennar.
  Í þessu verkefni er leitast við að komast að niðurstöðu um hvaða leiðir eru ákjósanlegastar til meðhöndlunar og notkunar á seyru á Íslandi og hvort það sé einhver framtíðarsýn varðand notkun hennar hér á landi. Farið er yfir helstu meðhöndlunar- og notkunarleiðir sem eru og hafa verið framkvæmdar og einnig tæknilegri notkunarleiðir sem sumar hverjar eru enn á
  þróunarstigi. Úr verkefninu fæst enginn ein ákveðin niðurstaða heldur er frekar reynt að meta kosti og galla út frá efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum sjónarmiðum.

Samþykkt: 
 • 11.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.s KristinEvaEinarsd.pdf2.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna