Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36068
Ritgerð þessi fjallar um samruna og yfirtökur, þar sem skoðuð eru tvö raundæmi af yfirtökum á íslenskum markaði. Rannsóknin snýr að því að greina þætti sem höfðu áhrif á útkomu og árangur þessara tveggja fyrirtækja. Þeir samrunar og yfirtökur sem urðu fyrir valinu voru annars vegar kaup Fjarskipta hf. á 365 hf. og hins vegar kaup N1 hf. á Festi hf. Tekin voru hálfstöðluð djúpviðtöl við stjórnendur fyrirtækjanna til þess að fá nánari sýn á þá atburði sem áttu sér stað innan fyrirtækjanna. Ásamt því er framkvæmd megindleg rannsókn til þess að skera út um hvort frammistaða batni í kjölfar samruna. Rannsóknin varpar ljósi á mikilvægi þess að undirbúa vel og skipuleggja samþættingu á fyrirtækja- og mannauðssviði þegar farið er í samruna eða yfirtöku á öðru félagi. Samlegð er aðeins tækifæri sem þarf að vinna að með virkri eftirfylgni til þess að uppskera. Þessi rannsókn er framkvæmd til þess að segja til um hversu viðeigandi staða þekkingar er fyrir raundæmi um yfirtökur á íslenskum markaði og hvaða lærdóm er hægt að draga af þeim.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc. Ritgerð.pdf | 1,43 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |