Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3607
Byggðaþróunin á Íslandi hefur verið í þá átt að fólk hefur verið að flytjast af landsbyggðinni á höfuðborgasvæðið. Í ritgerðinni er reynt að greina hvaða stefnur og straumar hafa verið við líði í byggðamálum Íslendinga á síðustu áratugum og hverju þær hafa skilað. Íslendingar hafa notast við mismunandi byggðastefnur í gegnum áratugina með misjöfnum árangri. Fjórar aðferðir hafa aðallega verið notaðar og þær sem ég greini eru hreinir almennir styrkir sem snúa að inngripum frá ríkinu í byggðamál með beinum og óbeinum styrkjum. Vaxtakjarnar er önnur aðferð en hún snýr að því að búa til byggðakjarna á landsbyggðinni sem mótvægi við höfuðborgasvæðið. Þriðja aðferðin snýr að því að virkja frumkvæði heimamanna með því að koma verkefnum í meira mæli af ríkinu heim í hérað. Fjórða aðferðin nefnist klasi en þar er hvatt til þess að fyrirtæki í tengdum greinum á sama svæði vinni að því saman að skapa auð fyrir sig og samfélagið.
Niðurstöður ritgerðarinnar voru að finna og greina þær stefnur sem hafa verið notaðar í byggðamálum á Íslandi. Aðrar niðurstöður eru að þær aðgerðir og hugmyndir sem beitt hafa verið hafa ekki fengið að njóta sín án afskipta hagsmunapólitíkusa. Erfitt hefur reynst að velja og hafna og þess vegna hefur mikill fjöldi framkvæmda verið í takinu í einu sem erfitt hefur reynst að framkvæma. Ein niðurstaða tengd því eru vaxtasamningar sem eru orðnir að margra mati of margir til að geta orðið það mótvægi við höfuðborgasvæðið eins og upphaflega hafi staðið til.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
pd_fixed.pdf | 710.57 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |