is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36071

Titill: 
  • Kornrækt á Íslandi. Yrkjaval og reynsla bænda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bygg er ein af mikilvægustu korntegundum heimsins og sökum góðrar aðlögunarhæfni hefur hún orðið mikilvæg víðsvegar um heiminn og þá sér í lagi á jaðarsvæðum. Kornrækt á Íslandi hefur verið stunduð frá landnámi með hléum. Samhliða vaxandi áhuga bænda á kornrækt hefur kornræktartilraunum vaxið fiskur um hrygg og hafa nú verið stundaðar til fjölda ára, frá því þær hófust fyrir alvöru árið 1960 á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Tilraunareitir hafa í gegnum tíðina verið staðsettir víðsvegar um landið og má segja að tilraunir hafi verið framkvæmdar í flestum landshlutum þó af mismiklum krafti. Hingað til hefur aðal áhersla prófana og kynbóta íslenskra vísindamanna verið á fljótþroska byggyrki sem hentað gætu vel hinu stutta íslenska sumri en þar hefur nú náðst ótvíræður árangur og því eðlilegt á þessum tímapunkti að huga að næstu skrefum í kynbótum og yrkjavali.
    Með þessu verkefni er ætlunin að afla upplýsinga um forsendur kornræktar á Íslandi og stíga fyrstu skrefin í ná utan um þarfir bænda. Hérlendis hefur hingað til ekki farið fram markviss greining á þörfum hagaðila í byggrækt, hvorki ræktenda eða þeirra sem nýta kornið á síðari stigum framleiðslu. Einnig er ætlunin að afla upplýsinga um forsendur kornræktar á Íslandi, þá þætti sem ráða yrkjavali bænda og varpa ljósi á mismunandi þarfir bænda sem kynbótafræðingar þurfa að styðja við með markvissum hætti.
    Viðtöl voru tekin við tólf kornræktendur um allt land og lagður fyrir þá fyrirfram ákveðinn spurningalisti. Svör bændanna, sem voru fjölbreytt og mismunandi eftir landsvæðum og tilgangi ræktunar, voru kóðuð til að draga fram helstu þætti og áherslur úr niðurstöðunum. Það voru mjög mismunandi eiginleikar sem viðmælendum þóttu mikilvægir en einnig voru aðstæður og innviðir mismunandi milli viðmælenda. Greinilegt er af viðtölunum að sömu yrki henta ekki öllum. Þá kom einnig í ljós að bændur tala mikið saman og jafningjafræðsla virðist ríkur þáttur meðal viðmælendanna, ekki síður en sú fræðsla sem á sér stað í gegnum greinar eða samtöl við ráðgjafa. Það gefur væntingar um að tengslanet bændanna myndi nýtast vel til að breiða út niðurstöður tilrauna víðsvegar um landið. Viðmælendurnir kalla nefnilega eftir öflugri og dreifðari rannsóknum á korni um land allt en samstarf bænda og kynbótafræðinga hefur víða gefist vel erlendis og er það því leið sem horfa ætti til hérlendis í meira mæli.

Samþykkt: 
  • 11.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36071


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS verkefni Guðfinna Lára.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna