Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36074
Fjöldi fjártæknifyrirtækja og umsvif þeirra hér á landi hefur verið að færast í aukana á undanförnum árum. Þessi fyrirtæki keppast við að koma með nýjar lausnir eða betrumbæta núverandi lausnir með það að markmiði að gera fjármálaþjónustu einfaldari og ódýrari. Markmið þessarar rannsóknar er að komast að því hvaða áhrif fjártækni hefur á bankastarfsemi á Íslandi. Til þess að dýpka skilning rannsakenda á viðfangsefninu voru tekin djúpviðtöl við sex einstaklinga, þrjá sem starfa í fjártækni og þrjá sem starfa í banka.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að áhrif PSD2 tilskipunarinnar, sem opnar á aðgang þriðja aðila á ýmis gögn sem bankar hafa að geyma, séu ekki eins mikil og búist var við í fyrstu. Hins vegar er hægt að álykta að ef bankarnir sofa á verðinum og fylgi ekki þessari framþróun gæti það reynst þeim dýrkeypt. Ljóst er að tækifæri eru til staðar fyrir bæði banka og fjártæknifyriræki, hvort sem það er í samstarfi eða ekki, ef rétt er haldið á spilunum.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| fjartaekni_a_islandi.pdf | 820,88 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |