is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36076

Titill: 
 • Áhrif þreytu á hlaupahring, hreyfiferla og kraftvægi ökklaliðar hjá kvenhlaupurum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Að hlaupa í þreyttu ástandi getur hrint af stað keðjuverkandi ferlum sem auka líkurnar á meiðslum.
  Markmið: Megin markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á því hvaða breytingar verða á hlaupahring, hreyfiferlum og kraftvægi ökkla hjá kvenkyns hlaupurum þegar þeir þreytast við hlaup á hlaupabretti rétt fyrir ofan mjólkursýruþröskuldinn. Markmið rannsóknarinnar er einnig að skoða hvort aðrar breytingar og/eða ósamræmi milli fóta eigi sér stað hjá hlaupurum með mismunandi reynslu.
  Aðferðir: Rannsóknin var framkvæmd á 17 kvenkyns sjálfboðaliðum á aldrinum 23-40 ára sem hlupu reglulega sér til heilsubótar í skipulögðum hlaupahópum á höfuðborgarsvæðinu. Þeim var skipt í tvo reynsluflokka, þ.e. reyndir (+5 ár, n=8) og óreyndir (-5 ár, n=9). Þátttakendur mættu tvívegis í mælingu. Í fyrri mælingunni var mjólkursýruþröskuldurinn mældur með hlaupaprófi. Í seinni mælingunni voru breytingar á hreyfiferlum og kraftvægi rannsakað. Endurskinskúlur voru festar á valin landamerki. Þátttakendur hlupu síðan eins lengi og þeir mögulega gátu á hraða sem var 0,2 m/s fyrir ofan þeirra áætlaða mjólkursýruþröskuld. Notast var við þrívíddar hreyfigreiningarkerfi til þess að safna gögnum og greina. Við tölfræðigreiningu var notast við fjölþátta blandaða dreifnigreiningu.
  Niðurstöður: Lóðrétti gólfkrafturinn og kraftvægið um ökkla jókst við lendingu fótar við undirlag með aukinni þreytu hjá báðum reynsluflokkum (p<0,001), þó töluvert meira hjá óreyndu hlaupurunum. Meira ósamræmi var í hreyfiferlum á milli fóta innan reynsluflokksins óreyndir samanborið við reynsluflokkinn reyndir. Hlaupahringur lengdist marktækt með aukinni þreytu hjá báðum reynsluhópum. Breytingar komu marktækt (p<0,001) fyrr fram í hlaupahring hjá óreyndu hlaupurunum miðað við þá reyndu.
  Ályktun: Báðir reynsluflokkar eru í aukinni meiðslahættu vegna aukningar á lóðréttum gólfkrafti við lendingu fótar á undirlagi, óreyndu hlaupararnir eru þó í meiri meiðslahættu. Óreyndu hlaupararnir eru líklega í meiri meiðslahættu miðað við reyndu hlauparana m.a. vegna ósamræmis milli fótleggja. Hlaupahringurinn breyttist einnig fyrr hjá óreyndu hlaupurunum miðað við reynda, þ.e. hlaupastíll þeirra breyttist fyrr í þreytuferlinu.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Running in a fatique state can start a chain of processes that increase the likelihood of injury.
  Aims: The primary goal of the research is to understand the effects of fatigue on running circle, kinematics and ground reaction force in the ankle joint in female runners running on a treadmill just above the lactic acid threshold. The aim of the study is also to examine whether greater changes in kinematics and/or foot discrepancies would occur in runners with different experience.
  Methods: Participants were 17 female volunteers at the age of 23-40 years who regularly ran for health benefits in organized groups in the capital area. They were divided into two groups by experience, i.e. experienced (+5 years, n = 8) and inexperienced (-5 years, n = 9). All participants were measured twice. In the first measurement, the lactic acid threshold was measured with a running test. In the second measurement, changes in kinematics and ground reaction force were observed. First markers were placed on participants at chosen landmarks. Participants then ran as long as they could at a speed of 0.2 m/s above their estimated lactic acid threshold. A three dimensional motion analysis system was used to collect data and analyze. Mixed model ANOVA was used for statistical analysis.
  Results: Vertical ground reaction force and ankle momentum increased significantly at landing with increased fatigue in both experience groups (p <0.001), although considerably more among the inexperienced runners. The inexperienced runners showed more discrepancies between feets compared to the experienced runners. Running circles were significantly longer with increased fatigue in both groups. Changes occurred significantly (p <0.001) earlier in the running cycle of the inexperienced runners compared to the experienced runners.
  Conclusion: Both groups are at increased risk of injury due to a significant increase in ground reaction force at landing, but inexperienced runners are at greater risk of injury. The inexperienced runners are at greater risk of injury compared to the experienced runners partly due to foot discrepancies. The running circle changed also earlier for the inexperienced runners compared to the experienced runners, i.e. their running style changed earlier with increased fatique.

Samþykkt: 
 • 12.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36076


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sæmundur Ólafsson - Master - word - Aðal.pdf2.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Sæmi, meistararitgerð.jpg1.24 MBLokaðurYfirlýsingJPG