is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36080

Titill: 
 • Flótti : hindranir í hverju skrefi : orðræða, félagsleg flokkun og staðalímyndir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þó svo að þvingaðir fólksflutningar séu ekki nýtt fyrirbæri í sögulegu samhengi, hefur umræða um þá verið sérstaklega hávær í Evrópu undanfarin ár, m.a. vegna mikillar fjölmiðlaumræðu um hina svokölluðu flóttamannakrísu. Tímabil sem rak þúsundir á flótta vegna styrjalda í Sýrlandi og Afganistan, sem og neyðar fólks í öðrum löndum, t.d. vegna fátæktar, ofbeldis og náttúruhamfara. Viðbrögð Evrópuríkja hafa verið mjög umdeild, en í stað þess að koma á fót skipulögðu kerfi við móttöku fólks á flótta og að vinna saman að farsælli lausn, var lögð áhersla á stranga landamæravörslu, lokun landamæra og allar mögulegar leiðir til þess að vernda álfuna gegn inngangi fólks á flótta.
  Afleiðingar þess hafa verið djúpstæðar, en margt flóttafólk hefur dáið á erfiðum ferðum til Evrópu eða býr við slæmar aðstæður í flóttamannabúðum og í óöruggum löndum. Félagsleg flokkun, staðalímyndir og afmennskun er bæði afleiðing og orsök þess að litið er á flóttafólk sem „utanaðkomandi“ ógn, en áhrifin á sjálfsmynd og öryggistilfinningu hlýtur ekki aðeins hnekki við skyndilegan og/eða þvingaðan flutning, heldur eru hinn félagslega veruleiki, sem er manneskjunni svo gífurlega mikilvægur, einnig breyttur og hefur það mikil áhrif á lífsgæði og afkomu hvers og eins.
  Orðræðan er þar mikilvægt verkfæri, þar sem hún er eitt af því sem skapar viðhorf. Samkvæmt orðræðugreiningu sem framkvæmd var á athugasemdakerfi þriggja opinna íslenskra fréttamiðla er það útbreidd skoðun á meðal Íslendinga að flóttafólk sé svindlarar sem lifi á kerfinu og að aðstæður íslenskra öryrkja og aldraðra séu mikilvægari málefni en þau er varðar flóttafólk. Jafnvel má lesa það út úr sumum athugasemdum að móttaka flóttafólks hafi skaðleg áhrif á afkomu og lífsgæði Íslendinga.
  Tilgangur ritgerðarinnar er að fara yfir aðstæður flóttafólks og umsækjenda um vernd, rétt þess og aðgerðir Evrópu í flóttamannamálum og skoða hinar ýmsu hindranir; lagalegar sem félagslegar, áhrif þeirra á sjálfsmynd fólks, notkunar staðalímynda og útbreidd áhrif tiltekinnar orðræðu. Ritgerðin er hugsuð sem eitt verkfæri til að endurskoða viðhorf og sem áminning um að mannréttindi eru allra.
  Lykilorð:Flóttafólk, umsækjendur um vernd, mannréttindi, félagsleg flokkun, staðalímyndir, orðræða

 • Útdráttur er á ensku

  Forced migration is not a new phenomenon in the historical context, but the discourse has never been louder, especially in Europe. This could be attributed to increased media debate in recent years regarding the so called refugee crisis, a period that drove thousands of people to flee Syria and Afghanistan during war times at the same time distressed people from other countries were looking for a new home, due to poverty, violence or natural disasters. Europe's response has been highly controversial. Instead of establishing an organized system to welcome those in need of help and work together on a successful solution, emphasis was set on strict border guarding, border closure and all possible ways to protect the continent from the entry of refugees.
  The consequences have been profound, but many refugees have died on difficult journeys to Europe or are trapped, living in poor conditions in refugee camps and/or in unsafe countries. Social categorization, stereotyping and dehumanizing are the result and causes of the fact that refugees are seen as an “outside” threat, but the impact on the identity and sense of security is not only damaged by the sudden and/or forced migration. The effect on the social reality, which is of great importance to a human being, is also changed which has a great impact on each person’s quality of life and livelihood. How we put our opinions and experiences into words matters greatly, since it sets the attitude.
  The discourse is an important tool, since it is one of the things that forms the public opinion. According to a discourse analysis that was conducted in the comments section of three Icelandic non-subscription media websites, there is a widespread idea amongst Icelanders that refugees are cheaters who live off the system and that the situation of elderly and disabled Icelandic people are of more importance than the issues concerning refugees. It can even be read in some comments that receiving refugees has a harmful effect on the livelihood and quality of life of Icelandic people.
  The purpose of this essay is to examine the situation of refugees and asylum seekers, their rights and Europe’s actions in refugee affairs and investigate various barriers; legal as well as social on peoples’ identities, the effect of stereotyping and the widespread influence of a certain discourse. The paper is conceived as one tool for revising views and as a reminder that human rights belong to all us all.
  Key words:
  Refugees, asylum seekers, human rights, social categorization, stereotypes, discourse

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36080


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Flótti - Hindranir í hverju skrefi.pdf572.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna