Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36081
Hið félagslega umhverfi, tengsl við fjölskyldu, vini og skóla, áföll, tilfinningalíf og margt fleira hefur áhrif á ungmenni og hvernig þeim reiðir af í lífinu. Unglingsárin eru mikill mótunartími og eru unglingar mikill áhættuhópur þegar kemur að ýmiss konar frávikshegðun, sem getur ágerst með tímanum. Slagsmál eru meðal annars eitt fyrsta merkið um áframhaldandi fráviks- eða afbrotahegðun. Vegna þessa er mikilvægt að rannsaka mögulega áhrifaþætti slagsmálahneigðar svo hægt sé að bregðast við á viðeigandi hátt. Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að skoða tengsl þess að vera þolandi eineltis í skóla og slagsmálahneigðar meðal nemenda í 10. bekk á Íslandi með hliðsjón af álagskenningu afbrotafræðingsins Roberts Agnew (e. General Strain Theory). Rannsóknin byggir á gögnum HBSC-rannsóknarinnar (e. Health Behaviour in School- Aged Children) sem safnað var skólaárið 2017/2018 (alls 2.247 nemendur). Niðurstöðurnar sýndu að þolendur eineltis í skóla eru líklegri til þess að lenda í slagsmálum en þeir sem ekki hafa orðið fyrir einelti. Meira en tveir af hverjum fimm (41,2%) þolendum eineltis höfðu lent í slagsmálum á síðastliðnum tólf mánuðum. Drengir sem eru þolendur eineltis eru marktækt líklegri til þess að lenda í slagsmálum (52,2%) en stúlkur (22,4%) sem hafa verið beittar einelti. Tengsl við foreldra hafa ekki áhrif á slagsmálahneigð ungmenna sem eru þolendur eineltis en slæm tengsl við skólann og vini auka líkurnar á slagsmálum.
The social environment, relationships with family, friends and school, trauma, emotions and much more affect young people and how they cope in life. The teenage years are highly formative and adolescents are an at-large risk group when it comes to deviant behaviour, which can increase over time. Physical fighting is considered to be one of the first signs of continued deviant or criminal behaviour. For this reason, it is important to investigate and identify potential risk factors for fighting in order to respond appropriately. The main aim of this study is to examine the relationship between being bullied at school and physical fighting among students in 10th grade in Iceland in the light of Robert Agnew’s General Strain Theory. This study is based on data from the ongoing HBSC research project (Health Behaviour in School-Aged Children) collected during the 2017/2018 school year (2.247 respondents). The results show that students who are bullied at school are more likely to participate in physical fighting than those who have not been bullied. More than two out of every five students (41,2%) who had been bullied at school had participated in physical fighting in the past 12 months. Boys who are bullied are significantly more likely to participate in physical fighting (52,2%) than girls (22,4%) who have been bullied. Relationships with the parents does not affect the tendency to participate in physical fighting among adolescents who are bullied, but poor relationships with school and friends increase the likelihood of getting involved in physical fighting.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð.pdf | 588,1 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |