is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36082

Titill: 
  • Tekist á við móðurhlutverkið í skugga einmanaleikans : félagslegur stuðningur mæðra á samfélagsmiðlum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Félagslegur stuðningur er nýbökuðum mæðrum mikilvægur til þess að þær upplifi sig síður einmana eða félagslega einangraðar og er stuðningur frá öðrum mæðrum þeim sérstaklega mikilvægur. Samfélagsbreytingar hafa valdið því að konur reiða sig í ríkari mæli á samfélagsmiðla til þess að viðhalda og mynda sambönd. Í þessari rannsókn voru áhrif samfélagsmiðla á einmanaleika mæðra skoðuð. Spurningakönnun var lögð fyrir mæður (n=205) þar sem spurt var um samfélagsmiðlanotkun þeirra, einmanaleika og samskipti þeirra við aðrar mæður. Til þess að meta einmanaleika var notast við einmanaleikaskala UCLA. Niðurstöðurnar sýndu að þær sem eru 21-25 ára eru marktækt meira einmana en hinir aldurshóparnir. Um helmingur þátttakenda upplifðu sig meira einmana eftir barnsburð. Meirihluti svarenda telja sig nota samfélagsmiðla mikið og myndu vilja eyða þar minni tíma. Þegar samfélagsmiðlanotkun svarenda var skoðuð komu ekki í ljós marktæk tengsl við einmanaleika. Aftur á móti þegar notast er við mat þátttakenda á samfélagsmiðlanotkun sinni kemur í ljós marktækur munur á einmanaleika þeirra. Þær mæður sem segja samfélagsmiðlanotkun sína vera mikla eru að meðaltali meira einmana en þær sem segjast ekki nota miðlana mikið. Niðurstöður benda einnig á mikilvægi samskipta þátttakenda við aðrar mæður og mátti sjá marktæka fylgni milli neikvæðra upplifana af samskiptum við aðrar mæður og einmanaleika.

  • Útdráttur er á ensku

    Social support is essential for new mothers so they don’t feel lonely or socially isolated. Support from other mothers is especially important for them. Various social changes have caused mothers to rely more on social media to maintain and form relationships. This research examines the relationship between social media use and loneliness. Using a questionnaire, mothers (n=205) were asked about their social media use, loneliness and their relationships with other mothers. To be able to measure loneliness among the participants we used the UCLA Loneliness Scale. The results showed that participants 21 to 25 years old were significantly more lonely than other age groups in the study. About half of the participants reported feeling lonelier after giving birth. The majority of respondents believe they use social media often and that they’d prefer to spend less time on social media. The results did not show a significant relationship between social media use and loneliness. However, when using the respondents’ personal evaluations on their social media use there was a significant difference in loneliness. Those who disclosed using social media often were on the average lonelier than those who disclosed not using social media that often. The results also suggest the importance of social relationships between mothers. The correlation between loneliness and having experienced negative transactions with other mothers was significant.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tekist á við móðurhlutverkið í skugga einmanaleikans.pdf770.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna