en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/36085

Title: 
  • Title is in Icelandic Hvað sagt er um bændur og búalið : innihaldsgreining á fjölmiðlum um landbúnað og matvælaframleiðslu
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðissamfélögum og ábyrgð þeirra er mikil. Meginhlutverk fjölmiðla er að veita aðhald að öðrum þáttum lýðræðisins. Flæði upplýsinga eykst sífellt þar sem upp spretta upplýsingagáttir sem ekki eru allar traustsins verðar og ber að nálgast með gagnrýnum hætti. Skoðað var hversu mikið og með hvaða hætti íslenskir fjölmiðlar fjalla um landbúnað og matvælaframleiðslu í miðlum sínum. Til athugunnar var fréttaflutningur dagblaða, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins, útvarpsrása Rásar 1 og 2 auk Bylgjunnar og sjónvarpsfréttir RÚV og Stöðvar 2. Gerð var innihaldsgreining yfir tveggja vikna tímabil og gögn tekin saman út frá orðaleit í gagnasafni. Leitað var eftir hugtökum sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu og út frá því var tekið saman hversu mikið er fjallað um landbúnaðarmál út frá heildarfréttaflutningi. Einnig var rýnt ofan í kjölin á þeim fréttum sem fluttar voru á tímabilinu og leitast við að varpa ljósi á með hvaða hætti það er gert og hverjir standa að baki þeirri umfjöllun. Fjölmiðlanotkun er breytileg eftir því hvar fólk er búsett og á hvaða aldri það er. Talsverður breytileiki er í fjölda frétta í dagblöðum á milli daga, en í ljósvakamiðlum er hann jafnan svipaður. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að tiltölulega lítið sé fjallað um landbúnað og matvælaframleiðslu í hefðbundnum dagbundnum miðlum hér á landi. Sú umfjöllun sem þó er til viðhöfð er frekar jákvæð og styðst við fáar heimildir. Stærstur hluti umfjöllunar innan málaflokksins er á sviði félagsmála og stjórnmála en lítið er fjallað um starf bænda til sveita og það sem á sér stað í dreifðari byggðum landsins. Í málaflokknum er frekar rætt við karla en konur og þeir eru frekar í forgrunni og forsvari fyrir landbúnað og matvælaframleiðslu.

  • Media is an important aspect of democratic societies and carries a great responsibility towards democracy. The main role of the media is to restrain aspects of democracy. As flow of information increases, the stream of unreliable information becomes a treat in society wich need to approached in a critical manner. In this paper i looked at how much and in what mannes the icelandic mainstream media covers agriculture and food production. I looked at two newspapers, Morgunblaðið and Fréttablaðið, the Icelandic nationan broadcasting service, RÚV, both radio and television news and Stöð 2 and Bylgjan, wich is a private run news company. I did a content analysis for two weeks and did a word search in a news database where i looked for consepts related to agriculture and food production. Doing that gave me stats to put into context how much the media covers topics about the issue and furthermore i looked into in what manner the discussion was. Media use differs between social groups in Iceland. It differs between peer groups, residance groups etc. Total news count also differs between days, especially in news papers. The results of this research indicates that agriculture is not a topic that is prominent in the media. However media coverage regarding agriculture and food production is mainly positive but refers to one source. The media mainly covers topics regarding social matters and politics, rather than farmers and production matters in rural areas. Men are more prominent than woman in media coverage of agriculture and food production

Accepted: 
  • Jun 15, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36085


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA_BjarniRunars.pdf679.95 kBOpenComplete TextPDFView/Open