Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36090
Fræðilegur bakgrunnur: Notkun á lyfseðilsskyldum lyfjum í læknisfræðilegum tilgangi er mikil á heimsmælikvarða. Misnotkun á þess konar lyfjum hefur aukist töluvert og er talið vera alvarlegt heilbrigðisvandamál víða um heim. Misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum meðal ungmenna er mikið áhyggjuefni. Kynjamunur er nokkuð óljós en gögn sýna að frekar hallar á unga karlmenn. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós ýmsa áhættuþætti og ástæður.
Tilgangur rannsóknarinnar: Að skoða reynslu ungra íslenskra karlmanna af misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og auka þannig þekkingu og dýpka skilning á eðli þess.
Aðferð: Þátttakendur í rannsókninni voru sjö íslenskir karlmenn á aldrinum 18-26 ára, meðalaldur 20,9 ára. Gögnum var aflað með 14 viðtölum og unnið úr þeim með aðferðafræðilegri nálgun, byggðri á fyrirbærafræði Vancouver skólans. Þátttakendur höfðu reynslu af misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum.
Niðurstöður: Yfirþema rannsóknarinnar „Þar sem eru stjörnur, þar er líka myrkur“ vísar til þess rauða þráðar sem var til staðar í reynslu þátttakenda af misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum, sem snarbreyttist frá því að hafa verið jákvæð í upphafi, í neikvæð við áframhaldandi misnotkun. Yfirþemað var greint í fjögur meginþemu: áhrifaþættir, ástæður, upphaf og áframhaldandi lyfjamisnotkun. Hvert meginþema var greint í þrjú til fjögur undirþemu. Áhrifaþættirnir voru samfélagsáhrif, félagskapur, þekkingarleysi og forvitni. Helstu ástæður lyfjamisnotkunar voru að bæla niður vanlíðan, efla getu og afköst eða skemmta sér og/eða forðast leiða. Upphaf lyfjamisnotkunar einkenndist af skyndilausnum og misnotkun á eigin lyfjum eða vina/fjölskyldumeðlima. Áframhaldandi misnotkun einkenndist af vítahring, svörtum markaði, læknisheimsóknum á fölskum forsendum og einkennum ávana/fíknar.
Ályktun: Nauðsynlegt er að varpa ljósi á þann alvarlega heilbrigðisvanda sem misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum virðist vera. Horfa þarf á lyfjamisnotkun sem fjölþættan vanda þar sem niðurstöður benda til þess að eðli þess sé virkilega margslungið. Lykilorð: Lyfseðilsskyld lyf, lyfjamisnotkun, ungir karlmenn, áhrifaþættir, ástæður, Ísland, Vancouver skólinn, fyrirbærafræði.
Background: Use of prescription drugs for medical purposes is common worldwide. Misuse of such drugs has increased considerably and is considered a serious health problem in many places around the world. Misuse among young people is a concern. Gender differences are somewhat unclear but various data indicate young males to be more likely. Previous studies have revealed various risk factors and motives.
Purpose of the study: To examine young Icelandic men’s experience of prescription drug misuse, thereby increasing knowledge and deepening understanding of the nature of it.
Method: Participants in this study were seven Icelandic men from 18-26 years old, mean age 20,9. Data was collected through 14 interviews and then processed using a methodological approach based on Vancouver's school of phenomenology. Everyone in the sample had experience of misuse of prescription drugs.
Results: “Where there are stars, there is also darkness” refers to the red thread in participant´s experiences of misuse of prescription drug that were initially positive but quickly turned into a negative one. Four main themes were identified: influence factors, reasons, onset and continued drug misuse. The influencing factors were social influence, friends, lack of knowledge and curiosity. The main reasons for the misuse were to suppress distress, increase capacity and performance or enjoy themselves and/or fight against boredom. The onset of misuse was characterized by quick fixes, misuse of own prescription drugs or from a friend/family member. Continued misuse was characterized by a vicious circle, black market, false medical visits and symptoms of dependence/addiction.
Conclusions: It is necessary to highlight this health problems. Prescription drugs misuse needs to be considered as a multifarious problem as the results indicate that the nature is truly complex.
Keywords: Prescription drugs misuse, young men, influencing factors, reasons, Iceland, Vancouver's school of phenomenology.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Andrea Ýr - Þar sem eru stjörnur, þar er líka myrkur .pdf | 721.32 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |