Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36091
Tilgangur: Konur sem hafa afplánað refsidóma hafa flestar, ef ekki nær allar, einhverja áfallasögu að baki. Þær glíma við flókinn vanda sem einkennist af vímuefnanotkun og afleiðingum hennar. Lítið er vitað um reynsluheim þeirra í íslenskum fangelsum og af meðferðarúrræðum innan og utan fangelsis. Tilgangur rannsóknarinnar er að auka þekkingu og dýpka skilning á þeirri reynslu þeirra.
Aðferð: Í þessari fyrirbærafræðilegu rannsókn tóku níu konur á aldrinum 20-40 ára þátt. Þær áttu allar við vímuefnavanda að stríða og höfðu allar leitað sér meðferðar við honum. Tekin voru tvö viðtöl við allar nema tvær, samtals 16 viðtöl.
Niðurstöður: Konurnar höfðu allar leitað sér aðstoðar vegna vímuefnavanda fyrir afplánun. Þær höfðu leitað í flest meðferðarúrræði sem í boði voru hér á landi, eins höfðu þær leitað sér vímuefnameðferðar erlendis. Flestar konurnar notuðu vímuefni um æð og glímdu við heilsufarsvanda því tengdu. Konurnar höfðu flestar upplifað einhverskonar áföll í æsku og/eða á fullorðinsárum. Var vímuefnaneyslan einhverskonar bjargráð til að flýja eða lifa af erfiðar aðstæður. Vímuefnaneyslunni fylgdi síðan mikil vanlíðan, depurð og kvíði. Meirihluti þeirra voru mæður og höfðu upplifað að missa börn sín frá sér vegna vímuefnanotkunarinnar. Konurnar höfðu flest allar ósk um að unnið væri með áföll í vímuefnameðferð þar sem þær töldu vímuefnaneyslu sína vera nátengda þeim áföllum sem þær höfðu upplifað. Þeim fannst einnig mikilvægt að virkara meðferðarstarf væri í fangelsum og kvörtuðu undan iðjuleysi sem þeim fannst ekki einungis erfitt heldur líka auka vanlíðan þeirra og fíkn í vímuefni.
Ályktun: Rannsókn þessi sýnir að mikilvægt er að nýta viturlegar þann tíma sem konur afplána refsidóm t.d. með því að nýta hann til að veita meðferð við vímuefnavanda og við þeim áföllum sem þær hafa orðið fyrir, bæði sem börn og fullorðnar konur.
Lykilorð: konur, fangelsi, áföll, vímuefnavandi, kvenfangi, fyrirbærafræði, viðtöl.
Aims: A vast majority of former female inmates have a history of trauma and tend to have complex issues marked by substance addiction and its consequences. The experience of female inmates in Icelandic prisons and their experience of addiction treatments during or after incarceration is not well documented. The aim of this study is to explore that experience.
Methods: Nine women, 20-40 years old, participated in this phenomenological study. All participants had substance addiction problems and had sought treatment for it. Two interviews were conducted with each participant, except for two participants, sixteen interviews in total.
Results: All women had sought help for addiction before incarceration. They had tried most of the addiction treatments available in Iceland in addition to treatments available abroad. Most of them used drugs intra-venously and suffered from health complications thereof. Most of the participants had suffered traumas, in childhood and/or in adult life. Substance use was perceived as a method of escaping or surviving difficult circumstances. Much sadness, melancholy and anxiety followed substance use. Most of the participants were mothers and had lost custody of their children due to substance abuse. Most of the women expressed a wish for a trauma-based drug treatment program as they believed their drug abuse was caused by the trauma, they had experienced. They called for a more active drug treatment program in prison and complained about idleness, which they felt increased their discomfort and drug addiction.
Conclusions: This study shows that the incarceration period of women should be used more wisely – both for drug addiction treatment and for treatment for recovery from trauma they have experienced, during childhood and in adult life
Keywords: women, prison, trauma, substance addiction, female inmate, phenomenology, interviews
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
08.06.2020 Meistararitgerð Arndísar Vilhjálmsdóttur - Lokaskil.pdf | 931,98 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |