is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36092

Titill: 
 • Hvað á ég að gera - hvert á ég að snúa mér? : dætur aldraðra á krossgötum í umönnun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Öldruðum fjölgar og óformlegir umönnunaraðilar, makar eða dætur veita um þriðjungi eldri borgara á Íslandi aðstoð. Umönnunarálag getur gert vart við sig hjá aðstandendum og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Aðstandendur þurfa því stuðning og fræðslu og hafa vefsíður sem miðla upplýsingum, fræðsluefni og aðgengi að fagaðilum reynst þeim gagnlegar. Tilgangur: Að lýsa reynslu fullorðinna dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni ásamt því að kanna sýn þeirra á gagnsemi íslenskrar heimasíðu fyrir aðstandendur (adstandandi.is). Aðferð: Eigindleg fyrirbærafræðileg rannsókn. Þátttakendur voru 12 fullorðnar dætur sem voru aðstandendur aldraðra foreldra, sem misst höfðu færni og bjuggu í heimahúsi. Þær höfðu allar nýtt sér íslenska heimasíðu fyrir aðstandendur (adstandandi.is). Gagna var aflað með hálf-stöðluðum einstaklingsviðtölum. Greining gagna fór fram með kerfisbundinni textaþéttingu (e. systematic text condensation).
  Niðurstöður: Greind voru tvö meginþemu. Fyrra þemað, margþætt umönnunarálag dætranna, greindist í sálræna vanlíðan eins og kvíða; líkamlega vanlíðan sem birtist meðal annars í orkuleysi og skertri félagslegri þátttöku, en ein birtingamynd þess var tilætlunarsemi foreldris. Í seinni meginþemanu, þörf fyrir fræðslu, ráðgjöf og stuðning, kom fram þemað upplýsingaleit, þar sem því var lýst að erfitt væri að nálgast upplýsingar um þjónustu, að heimasíðan væri leiðandi og að yfirgripsmiklar upplýsingar væru þar á einum stað. Þörf væri á meiri upplýsingum. Í þemanu þörf fyrir stuðning og ráðgjöf kom fram að stuðningur frá fjölskyldu og vinum hjálpaði þeim mest. Þá lýstu dæturnar þörf fyrir ráðgjöf og aðgengi að fagfólki meðal annars gegnum rafræna spjallþræði. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda sterklega til þess að dætur aldraðra upplifi sálræna, líkamlega og félagslega vanlíðan tengda umönnun foreldra sinna. Einnig höfðu dæturnar mikla þörf fyrir fræðslu og ráðgjöf og töldu að heimasíða með leiðandi upplýsingum geti gagnast þeim. Lykilorð: Aldraðir, aðstandendur, dætur, umönnunaraðilar, líðan, umönnunarálag, kerfisbundin textaþétting, fyrirbærafræði, fræðsla, heimasíða.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: The elderly population is growing in Iceland, and informal caregivers, spouses or daughters assist about a third of them. In this situation, the relatives can experience a burden, which can negatively affect physical and mental health. Therefore, relatives need support and information. Websites providing information, educational content, and access to professionals have demonstrated benefits for relatives. Purpose: To explore the experience of adult daughters of being a care provider of an elderly parent with a functional decline as well as exploring their perspective of the usefulness of an Icelandic website for relatives of elderly (adstandandi.is). Method: This was a qualitative phenomenological study. Participants were 12 adult daughters of parents who had a functional decline and lived at home. All participants had used an Icelandic website for relatives (adstandandi.is). Data was collected with semi-structured individual interviews and analyzed using the systematic text condensation method of Malterud. Results: Two main themes emerged. The first theme, multifaceted caregiver strain, was divided into psychological distress, such as anxiety, physical discomfort manifesting in energy deficiency, and limited social participation manifesting in assuming assistance. The second main theme, the need for education, counseling, and support, included the theme information search, which showed that it was difficult to access information about available services. The website was found to be easy to navigate and to provide comprehensive and useful information, but there was a need for more information. The theme need for counseling and support revealed that support from family and friends was most helpful. The daughters also expressed the need for counseling from professionals, which could partly be provided online. Conclusions: The results strongly suggest that the daughters experience psychological, physical, and social distress related to their parents’ care and that a website with up-to-date information can benefit them. Keywords: Frail elderly, relatives, daughters, caregivers, systematic text condensation, phenomenology, well-being, support, burden, webside.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 30.06.2024.
Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36092


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjóla Sigríður Bjarnadóttir- meistararitgerð júní 2020.pdf28.28 MBLokaður til...30.06.2024HeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf42.22 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá Ritgerð.pdf43.97 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá Handrit að fræðigrein.pdf40.43 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf149.01 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna