Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36093
Verkefnið fjallar almennt um sandhverfueldi og kosti Íslands m.t.t. strandeldis á tegundinni. Greint verður frá mikilvægum þáttum framleiðslunnar, s.s. eldistækni, umhverfisaðstæðum, mörkuðum og arðsemi.
Sandhverfa þrífst best í hlýjum sjó og þ.a.l. gegnir gott aðgengi að heitu vatni mikilvægu hlutverki við staðarval sandhverfueldis. Á Íslandi er mikið af jarðhita og á Reykjanesi hefur skapast fordæmi fyrir stórskalaeldi á Senegal flúru. Með því að nýta jarðhita og hreinan borholusjó er hægt að ala fisk við stöðugt hitastig allan ársins hring og ná þannig fram hröðum vexti og góðri fóðurnýtingu. Að þessu leyti hefur Ísland ákveðna kosti fram yfir önnur lönd sem framleiða sandhverfu. Á Íslandi er einnig talsverð þekking og reynsla í framleiðslu sandhverfuseiða og að auki er greitt aðgengi frá landinu á helstu markaði heimsins með flugsamgöngum.
Árið 2000 var framkvæmt arðsemismat á sandhverfueldi á Íslandi. Matið gaf til kynna að ný sandhverfueldisstöð væri líklega á mörkum þess að vera arðbær út frá ávöxtunarkröfum á þeim tíma. Frá því að matið var gert fyrir 20 árum hafa forsendur þess ekki breyst til betri vegar þegar horft er til fóðurkostnaðar og afurðaverðs, þó hefur töluverð þekking orðið. Fóðurverð hefur hækkað vegna aukinnar eftirspurnar á fiskimjöli og á sama tímabili hefur verð sem fæst fyrir afurðina lítið breyst. Á móti kemur að nýlegar rannsóknir hafa sýnt að vel má draga úr notkun fiskimjöls í sandhverfufóðri, með því er hægt draga verulega úr fóðurkostnaði. Ekki er hægt að dæma endanlega arðsemi sandhverfueldis á Íslandi. Þá er hægt að fara margar leiðir í að hafa áhrif á arðsemina, sem dæmi um það er hægt ala stærri sandhverfur en gengur og gerist í Evrópu og leita inn á nýja og framandi markaði.
Ísland hefur marga þætti fram að færa sem nýtast vel til sandhverfueldis og þegar horft er til þeirra virðist sandhverfueldi hafa ágæta möguleika á því að verða hagkvæmt hér á landi. Lykilorð: Sandhverfa, sandhverfueldi, eldistækni, markaður, arðsemi
This project deals with turbot farming in Iceland, and important aspects of turbot production, such as juvenile rearing, environmental requirements, market and profitability. Turbot thrives in relatively warm seawater and thus, access to geothermal water can be very useful when farming this species. In the Reykjanes peninsula in Iceland such conditions can be provided, and already there is one farm producing Senegalese sole in that area. By using geothermal water in combination with clean borehole seawater it is possible to rear turbot in a flow-through system under constant temperature all-year-round. These conditions could provide an advantage over farming of the species in Europe where farmers may have to deal with annual fluctuations in
temperature. Furthermore, the main airport in Iceland is in Reykjanes and thus the product can quickly reach markets in North America and Europe. In the year 2000 the feasibility of turbot farming in Iceland was assessed by the Marine and Freshwater Institute in Iceland. Based on this analysis, turbot farming in Iceland would marginally profitable. Since the feasibility analysis was made 20 year ago, the cost of feed has increased due to a rise in demand for fishmeal, while the marked price for turbot has remained relatively stable. However, recent studies have shown that the proportion of fish meal in turbot feeds can be decreased without adverse effects on the fish and this could substantially lower the feed costs. Furthermore, the stable environmental conditions in Icelandic turbot farms could potentially enable farmers to produce larger fish with higher market price compared with other farms in Europe. Overall, the conditions in Iceland offer many advantages for farming turbot and it seems likely that turbot farming in Iceland could become profitable in the future. Keywords: Turbot, turbot farming, aquaculture techniques, market, profitability
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sunneva Ósk Þóroddsdóttir - Sandhverfueldi á Íslandi.pdf | 1,11 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |