is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36096

Titill: 
 • „Það er eitthvað brotið innra með mér“ : reynsla fullorðinna einstaklinga af áföllum á unglingsaldri, afleiðingum þeirra og viðbrögðum samfélagsins
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Unglingar með áfallareynslu eiga oft erfitt uppdráttar og eru líklegir til að sýna af sér óæskilega hegðun í von um að vernda sig fyrir andlegri bugun í heimi sem þeir treysta ekki. Þeir eru einnig líklegir til að sýna af sér sjálfsskaðandi hegðun, svo sem óábyrga kynlífshegðun og sjálfsvígstilraunir. Sterkt stuðningsnet getur hins vegar dregið úr neikvæðum afleiðingum áfalla.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu fullorðinna einstaklinga af áföllum á unglingsaldri, afleiðingum þeirra og viðbrögðum samfélagsins, og auka þannig þekkingu og dýpka skilning á slíkri reynslu.
  Rannsóknaraðferð var Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði. Notað var tilgangsúrtak og voru 18 viðtöl tekin við 8 stúlkur og 1 strák sem urðu fyrir áföllum á aldrinum 12-18 ára. Þátttakendur voru orðnir 18 ára þegar viðtölin fóru fram.
  Niðurstöður: Greind voru sex meginþemu út frá reynslu þátttakenda. Yfirþema og meginniðurstaða rannsóknarinnar er að þátttakendurnir upplifðu sig brotna í kjölfar áfallanna og hefðu þurft faglega aðstoð við að vinna úr áföllum sínum. Slík aðstoð var sjaldan boðin. Þátttakendur lýstu brotinni sjálfsmynd, þunglyndi og kvíða, sem leiddi flesta þeirra í sjálfsskaðandi hegðun. Viðbrögð nánustu fjölskyldna og vina voru misjöfn, sem og annarra í samfélögum þátttakenda. Líðan þátttakenda, hafði mikil áhrif á mætingu í skóla og námslega framvindu. Viðmót fagfólks var yfirleitt gott. Þjónustan þess beindist hins vegar nær eingöngu að líkamlegum afleiðingum og aðeins einum þátttakanda bauðst stutt viðtal hjá sálfræðingi. Þroska- og þekkingarleysi hindraði hina í að biðja um nauðsynlega aðstoð til að öðlast betri líðan.
  Ályktanir: Niðurstöður benda til að auka þurfi skilning og þekkingu á afleiðingum áfalla á líðan unglinga. Innleiðing á samræmdri áfallamiðaðri nálgun í öll opinber fagkerfi væri ákjósanlegur kostur, sem bætt gæti þjónustu og dregið úr neikvæðum afleiðingum áfalla. Einnig er mikilvægt að auðvelda aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu.
  Lykilorð: Unglingar, áföll, andleg vanlíðan, námsárangur, sjálfsskaði, þunglyndi, kvíði.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: After a traumatic experience, adolescents often exhibit unaccepted behavior, in order to protect themselves mentally, in a world they don´t trust. They are also likely to exhibit self-harming behavior, such as irresponsible sexual behavior and suicide attempts. However, a strong support network can reduce negative consequences of trauma.
  The purpose of this study was to examine consequences of trauma during adolescence and community reactions, and increase knowledge and understanding of such experiences.
  The research methodology was the Vancouver school of phenomenology and 18 qualitative interviews were conducted with eight women and one man, who had suffered trauma during adolescence. Participants were already 18 years old at the time of the interviews.
  Results: In participant’s experience, six main themes were identified. Main findings are that all participants felt broken after the trauma and they needed professional help to overcome their trauma. That help was rarely offered. Participants described broken self-image, often depression and anxiety, which lead most of them into self-harming behavior. Their close family and friends reacted in different ways, as can be said about other people in their community. Mental distress had a negative influence on academic performance. Professionals responses was generally supportive, but their service was mainly focused on physical injuries, as only one participant was offered a brief psychological interview. Young age and lack of knowledge prevented other from asking for necessary help.
  Conclusion: Results indicate great need for increased understanding and knowledge about consequences of trauma on adolescent’s well-being. Implementation of Trauma informed approach in all systems, would be appropriate option that can both improve service and reduce negative effects of trauma. Better access to mental health service is also important.
  Keywords: Adolescents, trauma, mental distress, academic performance, self-harming behavior, depression, anxiety.

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36096


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðný Jóna Guðmarsdóttir .pdf1.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna