is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36097

Titill: 
 • Tengsl PROMPT bráðaæfinga við útkomu fæðinga á Landspítalanum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: PROMPT (e. PRactical Obstertic Multi-Professional Training) eru þverfaglegar æfingar fyrir ljósmæður, lækna og aðra þá sem koma að meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Markmið æfinganna er að stuðla að skjótum og markvissum viðbrögðum við bráðatilfellum ásamt því að auka þekkingu á einkennum og áhættuþáttum sem bent geta til yfirvofandi hættuástands og minnka þannig líkur á að mæður og börn þeirra verði fyrir skaða í barneignarferlinu. PROMPT-bráðaæfingar hafa verið haldnar á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi (LSH) frá árinu 2013.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort PROMPT hafi haft áhrif á útkomu fæðinga á LSH þegar horft er til ákveðinna þátta s.s. Apgar-stiga nýbura við fimm mínútna aldur, útkomu nýbura eftir axlarklemmu í fæðingu og tíðni blæðingar eftir fæðingu.
  Aðferð: Notast var við megindlegt afturskyggnt rannsóknarsnið þar sem bornir voru saman ákveðnir þættir í útkomu fæðinga fyrir og eftir innleiðingu PROMPT á LSH. Notuð var lýsandi tölfræði. Þýði rannsóknarinnar var allar fæðingar á LSH árin 2011 og 2012, áður en bráðaæfingarnar voru innleiddar, og til samanburðar árin 2016 og 2017 eftir að PROMPT var innleitt. Úrtakið voru þær fæðingar á fyrrgreindum tímabilum sem fengu ICD greiningarnar O68,0, O68,2 og O68,3 (hjartsláttarfrábrigði fósturs), O66,0 (axlarklemma) og/eða O72,0, O72,1 og O72,2 (blæðing eftir fæðingu).
  Niðurstöður: Alls voru 6506 fæðinga á fyrra tímabilinu og 5926 á því seinna. Eftir innleiðingu PROMPT hefur hlutfall nýbura sem fengu ≤ 7 í Apgar lækkað marktækt, eða um 30,6%. (p<0,001). Tíðni axlarklemmu í fæðingu var sú sama (0.7%) en marktækur munur var á Apgar ≤ 7 og ≥ 8 við fimm mínútna aldur nýbura eftir axlarklemmu (p<0,01). Hlutfall brachial plexus-taugaskaða lækkaði um 14% á milli rannsóknarhópa. Rannsóknin sýndi 13,22% aukningu á blæðingu eftir fæðingu á LHS milli rannsóknarhópa þrátt fyrir að ávallt séu æfð viðbrögð við blæðingu á PROMPT.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að regluleg þjálfun í teymisvinnu og viðbrögðum við bráðatilfellum bæta almennt útkomu fæðinga á LSH. Niðurstöðurnar undirstrika því mikilvægi PROMPT í þeim tilgangi að bæta útkomu fæðinga. Þó er nauðsynlegt að rannsaka ástæður aukinnar tíðni blæðinga eftir fæðingu nánar.
  Ályktun: Draga má þá ályktun af niðurstöðum rannsóknarinnar að regluleg þjálfun í teymisvinnu og viðbrögðum við bráðatilfellum bæti að öllum líkindum útkomu fæðinga á LSH hvað varðar þær breytur sem skoðaðar voru sem tengdust útkomu barna. Niðurstöður undirstrika því mikilvægi PROMPT-bráðaæfinga í þeim tilgangi að bæta útkomu fæðinga.
  Lykilhugtök: PROMPT-bráðaæfingar, teymisvinna, sjúklinga öryggi, herminám, ljósmæður, fæðingarlæknar.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: PROMPT (e. PRactical Obstetric Multi-Professional Training) is a multiprofessional emergency training programme for midwifes, doctors and other health professionals who work in antenatal, postnatal and delivery services. The objective of the training is to ensure rapid and effective response in emergency situations arising in pregnancy, birth and the postnatal period. It also includes update in the recognition of symptoms and risk factors for severe illness or emergencies and therefore reduces risk of harm to mothers and infants. PROMPT emergency training has been held in The National University Hospital of Iceland –Landspitali (LSH) from 2013. Objective: The objective of the study was to look at the impact of the PROMPT on specific outcomes of birth such as Apgar scores at 5 minutes, outcome of the neonates in shoulder dystocia and the incidence of postpartum haemorrhage.
  Method: A quantitative retrospective study design was used to compare
  specific birth outcomes before and after the introduction of PROMPT in LSH. A descriptive statistical analysis was used. The data of the study was collected from all the births in LSH in 2011 and 2012 before the introduction of the emergency training programme and compared with the data from all the births in 2016 and 2017 after the introduction of PROMPT. The study sample was all the births during the study periods with the ICD diagnosis codes O68,0, O68,2, O68,3 (labour and delivery complicated by fetal stress), O66,0 (shoulder dystocia) and/or O72,0, O72,1, O72,2 (postpartum haemorrhage).
  Outcome: There were 6506 births in the first study period and 5926 in the
  latter. After the introduction of PROMPT the rate of neonates with Apgar
  score ≤ 7 have reduced significantly, or by 30,6% (p<0,01). The study groups had the same incidence of shoulder dystocia (0,7%) but a significant difference was found between Apgar scores of ≤7 and ≥ 8 at 5 minutes of neonates born after shoulder dystocia (p<0,01). The rate of brachial plexus injury was reduced by 14% between the study groups. The study showed an 13.22% increase in postpartum haemorrhage at LSH, despite PROMPT including training staff in the treatment of haemorrhage.
  Results: The study showed that the introduction of regular training in
  teamwork in emergency situations can probably improve specific neonatal
  birth outcomes in LSH. The results therefore support the important role of PROMPT training in improving the outcome of births.
  Keywords: PROMPT training, teamwork, patient safety, simulation training,
  midwives, obstetricians.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.05.2021.
Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistari-30.-maí-2020_lokaútgáfa2.pdf2.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna