is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36098

Titill: 
 • Hver og einn er sérfræðingur í eigin barni : viðhorf og reynsla foreldra af skjánotkun hjá börnum sínum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Á síðastliðnum áratugum hefur tækninni fleytt mikið fram og hefur það færst í aukana að börn og unglingar noti skjátæki. Tækin eru orðin þeim nauðsynleg og þau notuð í ýmiskonar tilgangi, en notkun þeirra getur haft mikil áhrif á líf barna og unglinga.
  Tilgangur rannsóknar: Að auka þekkingu og dýpka skilning á viðhorfum og reynslu foreldra af skjánotkun hjá börnum sínum.
  Aðferð: Eigindleg rannsóknaraðferð með fyrirbærafræðilegri nálgun og hentugleikaúrtaki. Gögnum var safnað með viðtölum við 12 foreldra barna á grunnskólastigi víðs vegar um landið á tímabilinu febrúar-mars 2020. Við greiningu gagna var notuð aðferð Colaizzi sem byggir á sjö meginþrepum gagnagreiningar í fyrirbærafræðilegum rannsóknum.
  Niðurstöður: Foreldrar voru sammála um að: „hver og einn væri sérfræðingur í eigin barni“ sem endurspeglar eftirfarandi sex meginþemu sem komu fram við greiningu á viðtölunum: „Skjánotkun“, „Reynsla foreldra af skjánotkun barna“, „Stýring skjánotkunar“, „Jákvæð áhrif skjánotkunar“, „Neikvæð áhrif skjánotkunar“, og „Notkun tækja í skólum“. Hvert þema stóð fyrir nokkrum undirþemum. Niðurstöður gáfu vísbendingar um að skjánotkun barna gæti haft jákvæð áhrif og mörg tækifæri væru fólgin í slíkri tækni, en neikvæð áhrif voru einnig til staðar.
  Niðurstöður bentu til þess að skólar væru í vandræðum með að taka á tækjanotkun á skólatíma og voru þátttakendur sammála um að óþarfi væri að börnin tækju síma með í skólann.
  Ályktanir: Stýring skjánotkunar getur valdið óvissu og erfiðleikum hjá foreldrum og þörf er á aukinni samvinnu á milli skóla og foreldra. Hinar margvíslegu leiðir skjánotkunar eru í stöðugri þróun og því er mikilvægt að auka rannsóknir á jákvæðum og neikvæðum áhrifum sem notkunin hefur á börn.
  Lykilorð: Skjánotkun, börn og unglingar, reynsla foreldra, stýring, jákvæð áhrif, neikvæð áhrif, tæki í skólum.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: In the last decades, technology has advanced a great deal and the use of various screen technologies by children has increased. The devices have become essential for various purposes, but it can have a great impact on children’s and adolescents’ lives.
  Purpose of the study: To increase knowledge and improve understanding of parents’ attitudes and experiences of their children’s screen usage.
  Method: Qualitative method with a phenomenological approach and a convenience sample. Data was gathered through interviews with 12 parents of primary and secondary school children from around the country during the period February – March 2020. Data analysis was guided by Colaizzi’s seven steps of analysis in phenomenological studies.
  Results: Participants agreed on that: “each and every one were an expert in their child.” reflecting the following six main themes that emerged in the analysis of the interviews: “Screen usage”, “Parents’ experience of children’s screen usage”, “Parental mediation of screen usage”, “Positive effects of screen usage”, “Negative effects of screen usage”, “The usage of devices in schools”. Each theme contained few sub-themes. Results indicated that children’s usage of screen technology might have a positive effect and many advantages, however, negative effects were also present. Results suggested that it was difficult for the schools to control the use of electronic devices among students during school hours and that it was unnecessary that children brought their mobile phones to school.
  Conclusions: Controlling the use of screen devices can cause uncertainty and difficulties for parents and increased cooperation between schools and parents are needed. The variety of ways on how to use screen technology is constantly developing. Thus, it is important to continue research in this field and study both the positive and negative effects screen technology has on children.
  Key words: Screen usage, children and adolescents, parents experiences, parental mediation, positive effects, negative effects, device technology in school.

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36098


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hver og einn er sérfræðingur í eigin barni.pdf728.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna