is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3610

Titill: 
  • Grunnskólinn og seinfærir foreldrar : með velferð barnsins að leiðarljósi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um samstarf og stuðning við seinfæra foreldra barna í grunnskóla. Markmið þessa verkefnis er að afla þekkingar og skilnings á því hvernig samstarfi og stuðningi er háttað við seinfæra foreldra í grunnskóla og verður leitast við að svara rannsóknarspurningunni, Hvernig er samstarfi og stuðningi háttað við seinfæra foreldra í grunnskóla?
    Rannsóknin var unnin með eigindlegri aðferð og gagnaöflun var unnin í formi opinna viðtala. Þátttakendur voru þrír fagmenn og þrír seinfærir foreldrar sem eiga börn í einum af grunnskóla landsins.
    Niðurstöður leiddu í ljós að ekki er starfað eftir fyrirfram ákveðnum ramma heldur er lögð áhersla á að meta hvert tilfelli fyrir sig með tilliti til barnanna, sem ávallt eru höfð að leiðarljósi.

Samþykkt: 
  • 22.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3610


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til B.A. prófs.pdf344.37 kBLokaðurHeildartextiPDF