is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36101

Titill: 
 • Löngun til að hafa barnið á brjósti þrátt fyrir ýmsar áskoranir : reynsla kvenna af brjóstagjöf
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Brjóstagjöf er almenn á Íslandi og flestar konur velja brjóstagjöf sem fyrsta valkost til að næra barnið sitt eftir fæðinguna. Það eru margar áskoranir sem geta komið í veg fyrir að brjóstagjöfin gangi vel, en stuðningur í nærumhverfi og frá heilbrigðisstarfsfólki getur skipt sköpum varðandi framvindu brjóstagjafar.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á upplifun kvenna af að hafa barn á brjósti, ásamt því að kanna þætti í störfum fagfólks og umhverfi kvennanna sem hafa áhrif á upplifun þeirra.
  Aðferðafræði: Í rannsókninni var notað eigindlegt rannsóknarsnið, nánar tiltekið Vancouver skólann í fyrirbærafræði. Úrtakið var tilgangsúrtak og tekin voru djúpviðtöl við 14 konur sem nutu þjónustu ung- og smábarnaverndar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri og höfðu reynslu af brjóstagjöf. Sumar kvennanna voru enn með barnið á brjósti, aðrar voru hættar brjóstagjöf.
  Niðurstöður: Þátttakendur voru fjórar frumbyrjur og tíu fjölbyrjur sem samtals áttu 26 börn sem þær höfðu verið með á brjósti og því voru 26 mismunandi brjóstagjafasögur greindar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu yfirþemað, löngun til að hafa barnið á brjósti þrátt fyrir ýmsar áskoranir. Þrjú aðalþemu voru greind; undirbúningur á meðgöngunni, með þrem undirþemum, eðlilegt framhald af meðgöngunni, aðstæður og fyrri reynsla og að leita sér upplýsinga; fyrstu vikurnar, með fimm undirþemum; verkir og sár, nauðsynlegt að fá aðstoð, bindandi, ég gat ekki nært barnið mitt og barnið sjálft og síðasta aðalþemað nefndist að vera sátt við brjóstagjöfina eins og hún er, með þrem undirþemum; þá fór þetta bara að verða svona einfaldara, áhrif umhverfis og að vera sátt við brjóstagjöfina þótt eitthvað verði eftir.
  Ályktun: Konurnar sýndu mikinn vilja til að hafa börnin sín á brjósti og lögðu bæði líkamlega og andlega hart að sér við brjóstagjöfina. Öllum konunum þótti brjóstagjöfin erfið í upphafi. Makar þeirra og aðrir í nærumhverfinu voru mikilvægir í upplifun af brjóstagjöfinni ásamt því að hafa samfellu í heimaþjónustu ljósmæðra eftir fæðinguna.
  Lykilhugtök: Brjóstagjöf, upplifun af brjóstagjöf, stuðningur.

 • Útdráttur er á ensku

  Theoretical background: Breastfeeding is common in Iceland and most women choose breastfeeding as the first option to nourish their newborn baby. There are many challenges that can prevent women from achieving their breastfeeding goals. Support in the women's local environment and from healthcare professionals can be crucial to their breastfeeding progress.
  The means of the study was to increase knowledge and deepen understanding of women's experience of breastfeeding, as well as to explore aspects of the work of professionals and the women's environment that affect their experience.
  Method: The study used a qualitative research format, specifically the
  Vancouver School of Phenomenology. The sample was a purposive sample and in-depth interviews were conducted with 14 women who enjoyed the services of the Nordic Child Health Agency in Akureyri and had experience in breastfeeding. Some of the women were still breastfeeding their child, others had stopped breastfeeding.
  Results: The participants were four women with their first child, and ten women who have had a child before. Altogether the women had 26 children, whom they had breastfed, and assuch there were 26 different breastfeeding stories analysed. The results of the study showed the overall theme, the desire to breastfeed despite various challenges. Three main themes were identified: Preparation during pregnancy, with three sub-themes, normal continuation of pregnancy, conditions and past experience and to look for information; the first few weeks, with five sub-themes; aces and sores, necessity for assistance, binding, I couldn't feed my baby and the baby itself. The last main theme was; joy that comes with breastfeeding as it is, with three sub-themes; then it just got easier, environmental impact and to be comfortable with breastfeeding even if something is left.
  Conclusion: The women showed great desire to breastfeed their babies and worked hard both physically and mentally to breastfeed them. All of the women found breastfeeding difficult in the beginning. Their spouses and others in their environment were important in the experience of breastfeeding, as well as having a continuum in midwifery services in home care after birth.
  Keywords: breastfeeding, experience of breastfeeding, support.

Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36101


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-lokaverkefni.pdf942.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna