en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/36102

Title: 
  • Title is in Icelandic "Þetta breytti lífi mínu " : reynsla einstaklinga af dáleiðslumeðferð við afleiðingum sálrænna áfalla.
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Bakgrunnur: Rannsóknir sýna að sálræn áföll geta haft víðtæk áhrif á heilsu og líðan einstaklinga. Úrvinnsla áfalla er stærsti þátturinn í að ná heilsu og þroska eftir áföll. Rannsóknir sýna að dáleiðslumeðferð getur verið árangursrík meðferð við áfallastreitu og til þess að bæta andlega sem líkamlega kvilla.
    Tilgangur: Að skoða reynslu einstaklinga af dáleiðslumeðferð við afleiðingum sálrænna áfalla með það að markmiði að skoða hvort árangur náist í að bæta heilsufarslegar afleiðingar áfallanna auk þess að auka þekkingu og dýpka skilning fagfólks á dáleiðslumeðferð.
    Aðferð: Unnið var eftir Vancouver-skólanum í fyrirbærafræði í tólf meginþrepum. Þátttakendur voru níu, sex konur og þrír karlar, valin af geðhjúkrunarfræðingi með dáleiðslumenntun. Tvö viðtöl voru tekin við hvern þátttakanda.
    Niðurstöður: Yfirþemað er lýsing þátttakanda “Þetta breytti lífi mínu” sem lýsir vel reynslu þátttakenda í þeim tilvikum þar sem árangur dáleiðslumeðferðarinnar hafði jákvæð áhrif á líf þeirra. Niðurstöður voru greindar í fimm undirþemu: Reynsla af áföllum, heilsufarslegar afleiðingar áfalla, reynsla af öðrum meðferðarleiðum, reynsla af dáleiðslumeðferð og reynsla af árangri dáleiðslumeðferðar. Þátttakendur upplifðu djúpa tilfinningavinnu sem bætti líðan þeirra. Þátttakendur lýstu því að dáleiðslumeðferðin hefði hjálpað þeim að kryfja og vinna með tilfinningar og komist að rót áhrifanna sem áfallareynslan hafði haft á heilsu þeirra og líðan. Það leiddi til betri skilnings og þekkingar á tengslum eigin tilfinninga og líðanar. Auk þess skilaði dáleiðslumeðferðin betri sjálfsmynd, bættum svefni, minni kvíða og þunglyndi, betri hvíld, minni verkjum, bættri tilfinningastjórn og því að slæmar endurminningar hurfu.
    Ályktanir: Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk geti veitt einstaklingum sem orðið hafa fyrir sálrænum áföllum, stuðning og viðeigandi aðstoð til að fyrirbyggja heilsufarsvandamál. Dáleiðsla reynist vel við ýmsum heilsufarsvandamálum sem og úrvinnslu sálrænna áfalla. Mikilvægt er að í boði séu fjölbreytt meðferðarúrræði, því misjafnt er hvað hentar hverjum og einum.
    Lykilorð: Sálrænt áfall, dáleiðslumeðferð, áfallastreituröskun, heilsufarsvandamál, óhefðbundnar meðferðir, hjúkrunarmeðferð, fyrirbærafræði.

  • Background: Studies show that psychological trauma can have various effects on peoples‘ health and wellbeing. Processing the trauma is the most important aspect of recovery. Studies show that hypnosis treatments can be successful to combat traumatic stress as well as improving other mental and physical conditions.
    Purpose: To examine peoples personal experiences from hypnosis as treatment for consequences of psychological trauma. The goal was to investigate whether the treatment results in improved health and recovery of the consequent trauma. Another aim was to expand knowledge and deepen professionals‘ understanding in the field of hypnotic treatments.
    Method: The reseach methodology was the Vancouver School of doing phenomenology. The participants were 9 in total; 6 women and 3 men, selected by a nurse educated in hypnosis. Two interviews were conducted with each participant.
    Results: Main theme of the study is participants‘ expression “This changed my life” which is appropriate as the hypnotic treatments had very positive impact on their life. The results were divided into five themes: Experience of trauma; health consequences from trauma; experience of other treatments; experience of hypnotherapy; experience of the effectiveness of hypnotherapy. Participants experienced a deep emotional healing which resulted in increased mental wellbeing. Participants described how the treatment helped them dissect their emotions, self-analyse and discover the roots of the traumatic experience and how it had affected their health and wellbeing. That lead to an increased overall understanding and knowledge about their own feelings and emotions. Additionally, the treatment resulted in improved self-image and sleep, decreased overall anxiety, depression and pain as well as better emotional control and less traumatic flashback.
    Conclusions: It is important that healthcare workers are able to provide help and support for individuals that have experienced trauma to prevent development of health problems. Hypnosis has shown to be useful for improvement of various health related conditions as well as processing of traumatic experiences. For that reason, it is important to increase awareness and knowledge of professionals in this field and increase accessibility of diverse treatments, as suitability can vary between individuals.
    Keywords: Psychological trauma, hypnotherapy, PTSD (Post-traumatic stress disorder), health problems, alternative treatments, nursing, phenomenology.

Description: 
  • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað 14.06.2021.
Accepted: 
  • Jun 15, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36102


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
TettaBreyttiLifiMinu_MSritg_MariaAlbinaTryggvad.pdf635.8 kBOpenComplete TextPDFView/Open