is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36103

Titill: 
 • Það eiga allir að sitja við sama borð : það getur samt verið erfitt í framkvæmd : upplifun landsbyggðarljósmæðra af því að nota leiðbeiningar um meðgöngusykursýki
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Vegna aukinnar tíðni meðgöngusykursýki eftir tilkomu nýrri leiðbeininga um skimun, greiningu og meðferð hafa landsbyggðarljósmæður þurft að sinna fleiri konum í áhættumeðgöngum, án þess að áhrif þess á störf þeirra hafi verið metin.
  Tilgangur: Að kanna upplifun landsbyggðarljósmæðra, sem vinna fjarri sjúkrahúsum sem bjóða upp á áhættumeðgönguvernd (SAk og LSH) á því að nota leiðbeiningar um meðgöngusykursýki.
  Aðferð: Rannsóknin er fyrirbærafræðileg og byggð á Vancouver-skóla aðferðinni. Tekin voru viðtöl við sjö reynslumiklar landsbyggðarljósmæður sem valdar voru með tilgangsúrtaki og tekin alls fjórtán viðtöl við þær og þau þemagreind.
  Niðurstöður: Þrátt fyrir að ljósmæðurnar hafi verið með mikla starfsaldursdreifingu var merkilegur samhljómur í frásögnum þeirra. Yfirþema rannsóknarinnar er Það eiga allir að sitja við sama borð: það getur samt verið erfitt í framkvæmd sem lýsir tvíbentu viðhorfi ljósmæðranna þar sem þær annars vegar lýstu góðri upplifun sinni af því að nota leiðbeiningarnar, þeim fannst þær skýrar, hnitmiðaðar og hjálplegar. Hins vegar ræddu þær allar um hindranir við framkvæmd þeirra sem sjá má í undirþemunum. Fimm undirþemu voru greind:
  1) Ég hugsa að það grípi allar konur: hugleiðingar um aukið öryggi eða ofgreiningar. 2) Ég er bara ein í mínu teymi: reynsla ljósmæðra að hafa ekki bakland á staðnum heldur þurfa að fara fjallabaksleið að hlutunum. 3) Meira álag á konur: reynsla ljósmæðra af auknu andlegu og skipulags álagi hjá konum með meðgöngusykursýki. 4) Þær voru aldrei kynntar: reynsla ljósmæðra á óvissu um túlkun leiðbeininganna. 5) Við erum samt ljósmæður: reynsla ljósmæðra á að samræma ljósmæðrahjartað og gagnreynd vinnubrögð.
  Ályktun: Auðvelda þarf landsbyggðarljósmæðrum og skjólstæðingum þeirra aðgang að úrræðum svo sem næringarfræðingum og sérfræðingum og skilgreina betur aukið álag sem verður á ljósmæðrum sem sinna þessum hópi.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: With increasing incidence of gestational diabetes after the
  introduction of new national guidelines regarding risk assessment, diagnosis and management of gestational diabetes, Iceland’s rural midwifes have had to manage more women in high-risk pregnancies without assessment of the effect it has on their work.
  Purpose: To explore the lived experience of rural midwives, who work far
  away from hospitals that offer high-risk maternity care (SAk and LSH), of using guidelines for gestational diabetes.
  Method: The study is phenomenological and based on the VancouverSchool method. Seven experienced rural midwives were selected as a purpose
  sample, and a total of fourteen interviews taken and thematically analyzed.
  Results: Despite the wide range in how long the midwives had practiced,
  their accounts displayed a remarkable harmony. The overall theme of the
  study is that Everyone should sit at the same table: yet it can be difficult in practice which describes the midwives' ambivalent views of the subject as they, on the one hand, describe their good experiences of using the guidelines, finding them to be clear, concise and helpful. However, they all spoke of difficulties that they faced in their implementation, which can be seen in the sub-themes. Five sub-themes were identified: 1) I think it picks up all women: reflections on increased security or overdiagnosis. 2) I'm alone on my team: midwives' experience of having no backup on-site and having to go through alternate routes. 3) More stress on women: the midwives' experiences of increased mental and organizational stress for women with gestational diabetes. 4) They were never introduced: midwives' experience of uncertainty about the interpretation of the guidelines. 5) We are still midwives: The experience of midwives' settling their midwifery heart to evidence-based practices.
  Conclusion: Rural midwives and their clients need better access to resources such as nutritionists and specialists and the additional workload of midwives who attend this group must be defined.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 30.04.2023.
Samþykkt: 
 • 15.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36103


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það eiga allir að sitja við sama borð Oddný Ösp Gísladóttir með númerum.pdf694.44 kBLokaður til...30.04.2023HeildartextiPDF