Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36104
Bakgrunnur: Langvarandi streita sem ekki er unnið úr á viðeigandi hátt getur leitt til geðræns vanda þar með talið kulnunar. Tíðni hennar, orsakir og afleiðingar ásamt fyrirbyggjandi aðgerðum og úrræðum hefur mikið verið rannsakað. Skortur er á rannsóknum um hvernig fólk með kulnun upplifir endurkomu á vinnumarkað eftir endurhæfingu. Tilgangur rannsóknarinnar var auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu fólks með kulnun af því að snúa aftur til starfa að endurhæfingu lokinni.
Aðferð: Rannsóknin byggist á eigindlegri rannsóknaraðferð, Vancouver skólanum í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru sex konur og einn karl. Tvö viðtöl voru tekin við hvern þátttakanda. Viðtölin voru hljóðrituð, vélrituð orðrétt upp og þemagreind.
Niðurstöður: Fjögur meginþemu komu í ljós við greiningu gagnanna: Líðan við endurkomu til starfa, Móttökur á vinnustað, Þýðing fyrir lífið að snúa til starfa og Jákvæður vöxtur. Það reyndist þátttakendum erfitt að snúa aftur til starfa og þeir upplifðu meðal annars kvíða, óöryggi og lækkað álagsþol. Þeir upplifðu stolt og gleði yfir að geta snúið til starfa en á sama tíma skömm yfir að hafa verið í veikindaleyfi. Það var þátttakendum mikilvægt að fá aftur hlutverk, komast í samskipti, rútínu og félagsskap. Þátttakendur upplifðu almennt góðar móttökur yfirmanna, samstarfsfólks, skjólstæðinga, nemenda og viðskiptavina. Þátttakendum fannst þeir hafa lært mikið á ferlinu frá kulnun til endurkomu á vinnumarkað, upplifðu jákvæðan vöxt og voru þakklátir.
Helstu ályktanir: Þrátt fyrir að það hafi verið andlega og líkamlega krefjandi fyrir þátttakendur að snúa aftur til starfa þá var það einnig jákvæð, lærdómsrík og þýðingarmikil reynsla fyrir þá flesta. Þeir þátttakendur sem fengu góða endurhæfingu og snéru til starfa í samráði við endurhæfingaraðila voru líklegri til að eiga farsæla endurkomu á vinnumarkað. Þeim þátttakendum sem nutu stuðnings yfirmanna til lengri tíma, tillitsemi og sveigjanleika farnaðist betur en öðrum í vinnunni. Endurkoma á vinnumarkað veitti þátttakandum jákvæða upplifun hvað varðar virðingu, tilgang, félagsleg samskipti og daglega rútínu. Endurkoma á vinnumarkað jók sjálfstraust og bætti sjálfsmynd þátttakenda. Hægt er að snúa til starfa sem sterkari og vitrari einstaklingur, sem og hæfari starfsmaður eftir kulnun og góða endurhæfingu.
Lykilorð: kulnun, endurhæfing, endurkoma til starfa, reynsla, þýðing, tilfinningar, jákvæður vöxtur í kjölfar áfalla, stuðningur, fyrirbærafræði, Vancouver skólinn
Background: Long term stress can lead to psychological problems including burnout. A lot of literature and research regarding frequency, causes and repercussions of burnout along with preventative measures and resources is available. Less is known about how people experience returning to work after burnout and rehabilitation. The objective of this study was to increase knowledge and deepen understanding of how people suffering from burnout experience returning to work after rehabilitation.
Method: The study was qualitative and guided by the Vancouver School of doing phenomenology. The participants were six women and one man. Two interviews were conducted with each participant. The interviews were recorded, transcribed, and thematically analyzed.
Results: Four main themes were identified when analyzing the data: Feelings upon returning to work, Perceived support in the workplace, The meaning of being able to work and Positive growth. It was physically demanding for participants to return to work and they were apprehensive and insecure. They felt pride and joy in being able to return to work but shame over having been on sick leave. It was important for them to return to work to regain their social connection and have a role and a routine again. Participants were generally happy with how they were received back to work by supervisors, co-workers, students, clients and customers. Participants learned a lot during this process, experienced post traumatic growth and were grateful.
Conclusion: Even though it was mentally and physically demanding for participants to return to work it was also a positive, rewarding and meaningful experience for most of them. Those participants who had adequate rehabilitation and along with the rehabilitation agent thought it was timely to return were more likely to experience a successful return to work. Those participants who experienced continued support and flexibility from supervisors had a more successful return to work than others. Returning to work provided a positive experience regarding participants need for respect, a daily routine, social interactions and a purpose in life. Returning to work improved participants self-esteem and self-image. It is possible to return to work as a stronger and wiser individual, as well as a better employee after burnout and adequate rehabilitation.
Keywords: burnout, rehabilitation, return to work, experience, meaning, feelings, post traumatic growth, support, phenomenology, Vancouver school of doing
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð Ragna.pdf | 855,71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |