Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36105
Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980-2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi.
Aðferð: Í þessari fyrirbærafræðilegu rannsókn voru tekin 1-2 viðtöl við níu unga aðstoðardeildarstjórar, samtals 12 viðtöl.
Niðurstöður: Þátttakendum fannst mikil tækifæri fólgin í stöðu aðstoðardeildarstjóra, sem þeim fannst skemmtilegt en krefjandi starf. Laun höfðu lítil áhrif á ákvörðun þátttakenda að taka að sér stjórnunarstarf, en tækifærin og möguleikinn á starfsþróun mikil. Áberandi var hve litla aðlögun þátttakendur fengu, sem orsakaði aukið álag. Þá skorti aðstoðardeildarstjórana verulega stuðning í starfi. Hlutverk þeirra voru illa skilgreind og tímaskortur mikill. Á deildum með fleiri en einum aðstoðardeildarstjóra voru hlutverkin enn óljósari, þar sem skilin á milli þeirra voru óljós. Lítill tími gafst til að sinna verkefnum á vinnutíma vegna skorts á starfsfólki og fjölda verkefna, sem varð til þess að verkefnin voru oft unnin heima. Margir þátttakenda lýstu því að vera að keyra sig út fyrir starfið vegna verkefna sem ekki gefst tími til að sinna og þeirrar togstreitu sem myndaðist. Þátttakendum fannst mikilvægt að hafa jafnvægi milli vinnu og einkalífs, en með þessu raskaðist það. Sumir upplifðu aldursfordóma og að fólk leyfði sér að vera mjög gagnrýnið og jafnvel dónalegt við þá eftir að þeir tóku við stöðu aðstoðardeildarstjóra. Um helmingur þátttakenda var kominn með heilsutengda kvilla eins og kvíða, hækkaðan blóðþrýsting og kulnun, sem rekja má til álags. Að koma sér upp bjargráðum til þess að takast á við álag og gæta að eigin heilbrigði var öllum þátttakendum mikilvægt.
Ályktanir: Ungir hjúkrunarfræðingar geta búið yfir persónueiginleikum sem hjálpa þeim að takast á við krefjandi stjórnunarhlutverk. Mikilvægt er þó að styðja vel við þá með góðri aðlögun og skýru hlutverki, en jafnframt að hjálpa þeim að koma sér upp góðum bjargráðum til þess að minnka álag og stuðla að góðri heilsu.
Lykilorð: Aðstoðardeildarstjórar í hjúkrun, Y-kynslóð, stuðningur, álag, fyrirbærafræði
Aim: The purpose of the study was to increase knowledge and deepen understanding of the experience of young assistant nurse managers that belong to the Y-generation (born 1980-2000), of their management work.
Method: In this phenomenological study nine young assistant nurse managers were interviewed once or twice, in total of 12 interviews.
Results: Participants experienced great opportunities in being assistant nurse managers, which they found an enjoyable role but also challenging and stressful. Wages had little impact on whether they were interested in undertaking management work, while possibility for career development was a decisive factor. It was noticeable how little job integration and support the participants received, which increased their stress. Their roles were poorly defined and in wards with more than one assistant nurse managers their role was even more blurred. Many participants were beginning to feel exhausted because of the numerous tasks on their plate, that they were not given enough time during working-hours to perform and felt it create tension. This time-pressure meant that the tasks were often completed at home. This disrupted the work-life balance which was important for the participants. Some participants experienced ageism and felt that staff members allowed themselves to be very critical towards them and even rude after they took up the position of assistant nurse managers. About half of the participants had developed health-related disorders such as anxiety, elevated blood pressure and burnout, which can be attributed to stress. Establishing resilience to cope with stress and care for their own health was important to all participants.
Conclusions: Young nurses can have personality traits that help them cope with challenging administrative roles. However, it is important to support them with good integration and clear job description, while also helping them to develop good coping skills to handle stress and promote good health.
Keywords: Assistant nurse-managers, Y-generation, support, stress, phenomenology
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sandra - meistaraverkefni PDF.pdf | 804,42 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |